Hundsbit

Hundur beit þingmann
Ekk var það hún gott en hundahald tíðkast í flestum stórborgum og virðist ekki vera neitt vandamál. Fólk tekur hunda með sér inn á bari og í sumar verslanir og maður verður ekki var við stanslaust gjamm eða að hundar troði trýninu í klof ókunnugra. Ég gæti trúað að vandamáli sé frekar það að Íslendingar kunni ekki að aga hunda en að þeir séu of margir. Þarf ekki bara að skoða hvaða reglur gilda um hundahald annarsstaðar?

Viðtökurnar við SCUM

Valerie Solanas

Ég var að lesa SCUM, fyrst nú, hef aldrei lesið ávarpið í heild áður. Það væri áhugavert að sjá viðbrögðin ef einræðu um ógeðslegt eðli og innræti kvenna yrði hampað sem listaverki.

Af hverju hef ég á tilfinningunni að Andspyrna myndi ekki hefja til skýjanna verk sem talaði um konur sem óværu og tíundaði það hvernig þær hafa mergsogið karlmenn bæði tilfinningalega og fjárhagslega, haldið þeim í margskonar ánauð, kallað fram allt það versta í þeim, hindrað þá í því að nýta hæfileika sína og í raun eyðilagt heiminn. Það er ekkert erfiðara að rökstyðja það viðhorf en sorann sem Valerie Solanas lét frá sér.

Það er út af fyrir sig athyglisvert að mitt í allri umræðunni um hlutgervingu kvenna og endalausa niðurlægingu þeirra af hálfu karlmanna, sé hatursáróðri í garð karlmanna lýst sem hressum og kjaftforum. Hvaðan kemur annars sú hugmynd að ef kona hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi þá hafi hún þar með leyfi til þess að dreifa skít? Ég sé ekki fyrir mér að það fólk sem mælir þessu bót myndi hampa sambærilegum sora í garð t.d. svartra manna, með þeim rökum að höfundur hefði orðið fyrir nauðgun af hálfu svertingja.

Teitur og Baldur til liðs við flóttamenn

Takk fyrir aldeilis góða grein Teitur og Baldur. Það virðist vera rosalega vinsælt trix meðal rasista að kenna útlendingum um allt kynferðisofbeldi. Norska ríkissjónvarpið birti t.d. að mig minnir seint á síðasta ári, frétt um að múslimir hefðu framið allar naugðanir í Noregi á síðustu 5 árum. Opinberar tölur sýna þó að þetta er algerlega út í hött.

Frábært að útlendingastofnun skuli gleðjast svona mikið yfir því að fá þungavigtarmenn úr bloggheimum í umræðuna. Fyrst útlendingastofnun er svona hrifin af ykkur Baldri, þá væri rosalega vel þegið ef þið væruð fáanlegir til að benda þeim á að fólk sem hefur ekki atvinnuleyfi, á mjög erfitt með að taka húsnæði á leigu, svo það er aumt yfirklór að tala um að fólk dveljist ekki „á vegum“ UTL í Reykjanessbæ í 6 ár. Eina leiðin fyrir þetta fólk til að komast af Fit er sú að fá annað húsnæði í gegnum kunningsskap og það er athyglisvert í ljósi þess hve hrifin UTL er af aðstæðunum á Suðurnesjunum að menn skuli þá ekki frekar kjósa að dvelja þar í góðu yfirlæti en að hanga á horriminni til að geta greitt leigu á höfuðborgarsvæðinu.

Medi er ekkert eini maðurinn sem hefur dvalið á Íslandi í 6-7 ár með „tímabundið dvalarleyfi“ þeir eru margir og ég þekki persónulega einn mann sem er farinn að hugleiða hungurverkfall. Tímabundið dvalarleyfi merkir nefnilega að þessir menn mega ekki vinna og geta þar með ekki tekið neinar stórar ákvarðanir um líf sitt. Þeir eru því lítið betur settir en fangar og það er ekki UTL að þakka ef þeir komast af Fit.

Kynjahlutföll á Ted

Kynjahlutföllin á Ted.com eru eins og annarsstaðar, innan við 20% þeirra sem eitthvað leggja til umræðunnar eru konur. Í einum flokki eru konur í yfirgnæfandi meirihluta. Sá flokkur heitir beautiful og þar eru ekki framsöguerindi heldur tónlist.

Ég veit ekki hver áhorfshlutföllin eru en líklegt þykir mér að ef kæmi í ljós að konur hefðu minni áhuga á ted en karlar, þá yrði það skýrt með því að þar sem konur hafi „ógreiðara aðgengi“ að ted (les. þar sem biðlistar af körlum sem vilja komast að eru ekki lengdir í hið óendanlega á meðan verið er að reyna að dekstra konur til að láta ljós sitt skína) og þar sem ted.com sé karlmiðaður fjölmiðill, sé hann ekki aðlaðandi fyrir konur.

Af fögnuði UTL

Vinsamlegast lesið þetta sem og önnur skrif Teits um málefni flóttamanna. Lesið einnig svar UTL sem lýsir sérstökum fögnuði yfir því að Teitur og Baldur (menn sem líkur eru á að einhver taki meira mark á en hernaðarandstæðingum og anarkistum) skuli vera farnir að gagnrýna stofnunina. Eflaust er gleði þeirra ósvikin, sennilega bara skálað í vikulokin fyrir þessari æðislegu auglýsingu. Halda áfram að lesa