Teitur og Baldur til liðs við flóttamenn

Takk fyrir aldeilis góða grein Teitur og Baldur. Það virðist vera rosalega vinsælt trix meðal rasista að kenna útlendingum um allt kynferðisofbeldi. Norska ríkissjónvarpið birti t.d. að mig minnir seint á síðasta ári, frétt um að múslimir hefðu framið allar naugðanir í Noregi á síðustu 5 árum. Opinberar tölur sýna þó að þetta er algerlega út í hött.

Frábært að útlendingastofnun skuli gleðjast svona mikið yfir því að fá þungavigtarmenn úr bloggheimum í umræðuna. Fyrst útlendingastofnun er svona hrifin af ykkur Baldri, þá væri rosalega vel þegið ef þið væruð fáanlegir til að benda þeim á að fólk sem hefur ekki atvinnuleyfi, á mjög erfitt með að taka húsnæði á leigu, svo það er aumt yfirklór að tala um að fólk dveljist ekki „á vegum“ UTL í Reykjanessbæ í 6 ár. Eina leiðin fyrir þetta fólk til að komast af Fit er sú að fá annað húsnæði í gegnum kunningsskap og það er athyglisvert í ljósi þess hve hrifin UTL er af aðstæðunum á Suðurnesjunum að menn skuli þá ekki frekar kjósa að dvelja þar í góðu yfirlæti en að hanga á horriminni til að geta greitt leigu á höfuðborgarsvæðinu.

Medi er ekkert eini maðurinn sem hefur dvalið á Íslandi í 6-7 ár með „tímabundið dvalarleyfi“ þeir eru margir og ég þekki persónulega einn mann sem er farinn að hugleiða hungurverkfall. Tímabundið dvalarleyfi merkir nefnilega að þessir menn mega ekki vinna og geta þar með ekki tekið neinar stórar ákvarðanir um líf sitt. Þeir eru því lítið betur settir en fangar og það er ekki UTL að þakka ef þeir komast af Fit.