Látnir þrífa varalit af plastmálum

varalitamál_jpg_475x310_crop_sharpen_q95Alþingi hefur fest kaup á notuðum plastmálum undir kaffisopa þingmanna.

„Þetta er okkar framlag til umhverfismála, að nýta gamalt dót sem aðrir henda. Auk þess er þetta atvinnuskapandi því við réðum atvinnulausa listamenn til að þrífa málin en sum þeirra eru dálítið klístruð af varalit“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Fréttastofu. Tiltækið hefur þó mælst misvel fyrir og lítill vinnufriður verið í þinginu eftir að þessir fyrrum bótaþegar, sem eru óvanir því að þurfa að vinna, fóru að vaða þar uppi með veggjakrot og alls kyns undarlega gjörninga. Munu umræddir auðnuleysingar hafa málað mynd af einhverri Sólveigu á austurhlið þinghússins og krefjast fyrir það yfirvinnulauna, enda sé greinilega kerfisbundin stéttamismunun á úthlutun yfirvinnutíma meðal starfsmanna Alþingishússins.

http://www.dv.is/frettir/2012/4/17/listamenn-oanaegdir-med-kaup-varalitamali-johonnu/
http://www.dv.is/frettir/2012/4/17/malverkid-af-solveigu-kostadi-thingid-850-thusund/

http://ruv.is/frett/minnst-hlutfall-yfirvinnu-hja-skolastarfsmonnum

Afmælisvísur handa andmenningarsinna

Kristinn Theodórsson hélt úti bloggi undir heitinu Andmenning þar sem hann skrifaði um trúmál og fleira. Hann tók svo upp á því að gagnrýna málflutning femínista og fékk Knúzverja og þó einkum og sér í lagi Hildi Lilliendahl upp á móti sér. Ég skrifaði þessar vísur á afmælisdaginn hans.

Halda áfram að lesa

Leiðrétting á orðum mínum í Silfrinu

Feministahlutinn af viðtalinu er kominn inn á yourtube, þakka þeim sem klippti.

Mér urðu á ein mistök í þessu viðtali, ég sagði að viðhorfskönnunin hefði komið út í janúar 2011 en átti við janúar 2012. Klámbæklingurinn kom út í mars á þessu ári.

Einhverstaðar sá ég umræðu þar sem ákveðinn misskilningur kom fram, semsagt sá að viðhorfskönnunin sem ég vísa til sýndi að 2% hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni en ekki 0,2%. Hér er um að ræða 2% af 9%. Halldóra nokkur Gunnarsdóttir starfar hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, en hún er einnig leiðbeinandi höfundar klámbæklingsins, og í ritsjórn hans. Einar Steingrímsson hafði samband við hana og spurði út í þetta og Halldóra staðfesti að það væri rétt skilið að tölurnar táknuðu að ca 0,2% hefðu upplifað líkamlega kynferðisáreitni og innan við 0,3% hefðu upplifað kynferðisáreitni í orðum.

Ég tek fram að það er alveg hugsanlegt að viðhorfskönnunin gefi ekki rétta mynd en á meðan engar aðrar upplýsingar liggja fyrir en þær að innan við þrír af hverjum þúsund starfsmönnum Reykjavíkurborgar finni fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni, þá finnst mér ástæða til að spyrja hversvegna þeir sem eiga að standa vörð um mannréttindi leggi ofuráherslu á að leita að klámi.