Látnir þrífa varalit af plastmálum

varalitamál_jpg_475x310_crop_sharpen_q95Alþingi hefur fest kaup á notuðum plastmálum undir kaffisopa þingmanna.

„Þetta er okkar framlag til umhverfismála, að nýta gamalt dót sem aðrir henda. Auk þess er þetta atvinnuskapandi því við réðum atvinnulausa listamenn til að þrífa málin en sum þeirra eru dálítið klístruð af varalit“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Fréttastofu. Tiltækið hefur þó mælst misvel fyrir og lítill vinnufriður verið í þinginu eftir að þessir fyrrum bótaþegar, sem eru óvanir því að þurfa að vinna, fóru að vaða þar uppi með veggjakrot og alls kyns undarlega gjörninga. Munu umræddir auðnuleysingar hafa málað mynd af einhverri Sólveigu á austurhlið þinghússins og krefjast fyrir það yfirvinnulauna, enda sé greinilega kerfisbundin stéttamismunun á úthlutun yfirvinnutíma meðal starfsmanna Alþingishússins.

http://www.dv.is/frettir/2012/4/17/listamenn-oanaegdir-med-kaup-varalitamali-johonnu/
http://www.dv.is/frettir/2012/4/17/malverkid-af-solveigu-kostadi-thingid-850-thusund/

http://ruv.is/frett/minnst-hlutfall-yfirvinnu-hja-skolastarfsmonnum