Kristinn Theodórsson hélt úti bloggi undir heitinu Andmenning þar sem hann skrifaði um trúmál og fleira. Hann tók svo upp á því að gagnrýna málflutning femínista og fékk Knúzverja og þó einkum og sér í lagi Hildi Lilliendahl upp á móti sér. Ég skrifaði þessar vísur á afmælisdaginn hans.
Við kennivaldið klæmast þær
sem knúsa internetið.
En eflaust á minn Kristinn kær
kýrskýringametið.
*** *** *** *** *** *** *** ***
Kristinn hefur marga hildi háð við Hildi.
Inn á völl þann ei ég vildi
utan að bregða sverði og skildi.
*** *** *** *** *** *** *** ***
Öll þín skrif af andmenningu ólga,
þreytist seint að þrefa við
þær sem knúsa alnetið
forráðssinna og feminstameyjar :Þ
*** *** *** *** *** *** *** ***
Við dogmatík seint mun hann dufla
en daglangt í fræðunum grufla
og H. Lilliendahl
verður létt spindegal
þegar graðhrútar geldjarmið trufla.