Leiðrétting á orðum mínum í Silfrinu

Feministahlutinn af viðtalinu er kominn inn á yourtube, þakka þeim sem klippti.

Mér urðu á ein mistök í þessu viðtali, ég sagði að viðhorfskönnunin hefði komið út í janúar 2011 en átti við janúar 2012. Klámbæklingurinn kom út í mars á þessu ári.

Einhverstaðar sá ég umræðu þar sem ákveðinn misskilningur kom fram, semsagt sá að viðhorfskönnunin sem ég vísa til sýndi að 2% hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni en ekki 0,2%. Hér er um að ræða 2% af 9%. Halldóra nokkur Gunnarsdóttir starfar hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, en hún er einnig leiðbeinandi höfundar klámbæklingsins, og í ritsjórn hans. Einar Steingrímsson hafði samband við hana og spurði út í þetta og Halldóra staðfesti að það væri rétt skilið að tölurnar táknuðu að ca 0,2% hefðu upplifað líkamlega kynferðisáreitni og innan við 0,3% hefðu upplifað kynferðisáreitni í orðum.

Ég tek fram að það er alveg hugsanlegt að viðhorfskönnunin gefi ekki rétta mynd en á meðan engar aðrar upplýsingar liggja fyrir en þær að innan við þrír af hverjum þúsund starfsmönnum Reykjavíkurborgar finni fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni, þá finnst mér ástæða til að spyrja hversvegna þeir sem eiga að standa vörð um mannréttindi leggi ofuráherslu á að leita að klámi.

9 thoughts on “Leiðrétting á orðum mínum í Silfrinu

 1. Þetta er svakalega flott viðtalsframkoma hjá Evu Hauksdóttur, í viðtali hjá Agli Egilssyni í Silfri Egils.

  Þvílík yfirvegun. Þvílík skynsemi. Þvílík siðmenntun(!) Ég meina það.

  Ef umræður um nánast hvað sem er, færu fram á þennan hátt, múgæsingarlaust og rétttrúnaðar-blindu-laust – þá væri Ísland á réttri leið.

  Að fólk úti í bæ, sem virðist hafa meiri áhuga á að ofsækja fólk, en að berjast fyrir mannréttindum, taki sér kennivald, er skelfilegt.

  Og eyðileggi og útþynni allar skilgreiningar í framhaldinu, áður en þeim er hent inn í umræðuna.

  Klámvæðingin er líka löngu orðin(!) Hún er ekkert nýtt(!) Það er eins og það sé meiri áhugi á að æsa hana upp, heldur en að takast á við hana(!)

  Og varðandi hana, eins og annað, þá virðist enginn áhugi á því, að fókusera á meinta vanda sem um er að ræða, heldur er ráðist á alla(!)

  Mér þykir afar athyglisvert að Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar, hafi eytt peningum og „resúrsum“ í að prenta bæklinga sem í raun engin þörf var fyrir, nú á tímum skerandi niðurskurðar á öllum sviðum(!)

  Og svo virðist, varðandi staðalmyndirnar, að þeir sem eru að berjast á móti neikvæðum staðalmyndum varðandi konur, séu að búa til miklu fleiri og neikvæðari staðalmyndir sjálfir, um karla og drengi(!) Þetta er orðin eins konar staðalmyndaverksmiðja, sem framleiðir hatursfullar staðalmyndir af kalkyns fólki(!)

  Mér finnst punktur Evu varðandi vændi tengt nauðung og frjálsu vændi með því betra sem ég hef séð. Þar eins og annars staðar er ráðist á allt og alla, í stað þess að setja fókusinn á manneskjusölu og glæpi sem tengjast nauðungarvændi(!)

  Og með sömu rökum og banna eigi vændiskaup og vændissölu frjálsra einstaklinga, að þá eigi að sjálfsögðu líka að banna kaffi og súkkulaði og kakó. Þetta er fullkomlega réttmætur punktur. Því þrælahaldið og barnaþrælkunin sem tengist óteljandi framleiðsluvörum, sem við blikkum ekki auga meðan við kaupum (þótt við vitum innst inni af kúguninni og fátæktinni sem börn og aðrir sem framleiddu vöruna búa við) – fjallar um nákvæmlega það sama(!)

  Og síðan er hin öfuga sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum einn galskapurinn enn.

  Svo virðist sem nútíma femínismi, sé eitthvert mesta furðufyrirbrigði okkar tíma. Hann virðist ekkert vita um hvað hann eigi að snúast. Hann þykist snúast um jafnrétti og mannréttindi, en virðist þvert á móti snúast um ójafnrétti og mannréttindabrot á færibandi.

  .

 2. Ekki má gleyma að banna allar power book mac tölvunar sem fólk skrifar þessi blogg á – Þær eru unnar í sweat shops og sílikonið er unnið og fengið frá þrælum

 3. Sko, hvort sem þetta eru 2 prósent eða 0,2 prósent þá sýnir það svart á hvítu að Jón Gnarr og kynbræður hans hjá borginni eru pervertar með kynlíf á heilanum sem ekki geta séð kvenmannsrass í friði sjái þeir hann. Þetta byggi ég á því að 80% starfsmanna borgarinnar er kvenfólk þannig að það eru 20% sem standa fyrir þessu tveggja prósenta þukli og það er talsvert! Gleymum því ekki að borgarstjórinn hefur upplýst í viðtali að hann sé helst í því að downloada klámi þegar hann liggur í tölvunni á kvöldin og á nóttunni.

  Annars, flott frammistaða í þættinum!

 4. Það var sterkt hjá Agli að fá Evu í Silfrið.
  Hún er einskonar öfugur ljóskubrandari.
  Virðing mín fyrir konum stóð ekki höllum fæti – held ég –
  en Eva hefur styrkt þá virðingu í sessi.

 5. Eiginkona mín vann hjá stofnun í eigu Reykjavíkurborgar. Það var blandaður vinnustaður, bæði konur og karlar. Konurnar komu sér saman um staðlað svar: Ekki nógu mikið um kynferðislega áreitni! Skipuleggjendur könnunarinnar ákváðu að taka ekkert mark á þessu svari.

 6. Reyndar var ekki var spurt hvort fólk vildi meiri kynferðislega áreitni en auk þess lýsir svarið skilningsleysi á orðinu áreitni.

 7. Já og varðandi virðingu fyrir konum (og bara mannfólki)

  Það sem fær mig til að bera minni virðingi fyrir fólki er meðal annars:

  -Þegar það týnir til anecdotes og heldur að margt slíkt, þegar safnast í sarpinn styrki kenningar sínar um macro-económísk málefni (confirmation bias)

  – þegar það útívkkar hugtök um ljóta hluti til þess að það sem þeim líkar ekki falli undir eitthvað sem má fordæma, og hafa síðan engann skilning á hvernig slíkt atferði gengisfellir allar eigin hugmyndir. (og síðan var margt að þessu fólki rosalega self righteous þegar bankamenn gerðu það sama, nema bara með peninga, þ.e. útvötnuðu eiginfé af því að þeir héldu að þeir væru að græða á því)

  – Þegar það heldur því fram að það sé í lagi að fullyrða eitthvað útí loftið án þess að geta stafest sannleiksgildi af því að slíkt „skapar umræðu“ (líkt og villandi umræða sé góð bara af því að hún er um gott málefni)

  – Þegar það heldur því fram að ein tegund glæps megi alls ekki stigbinda (morð eru stigbundin btw) og að kærasti sem stoppar 20 sekúndum seinna en honum er sagt það er settur undir sama hatt og Steingrímur Njálsson

  og fl og fl

  En aldrei dytti mér í hug að missa virðingu fyrir manneskju vegna þess að hún pósaði í klámtímariti (nema að eitthvað meira væri að)

  Semsagt: Feministar hafa einir og óstuddir haft miklu meira með það að gera að ég hef misst virðingu fyrir sumum konum og körlum heldur en „klámið“

 8. „en auk þess lýsir svarið skilningsleysi á orðinu áreitni.“

  ekki ef fólk hefur smá ímyndunarafl og húmor – en það er víst bannað á íslensku

Lokað er á athugasemdir.