Í þessari frétt er talað um að hjúkrunarheimilið Eir þurfi „þolinmótt“ fjármagn til að brjótast út úr þeirri kreppu sem misvitrir stjórnendur virðast hafa komið stofnuninni í. Það virðist hins vegar hafa gilt um þessa stjórnendur, og marga aðra sem vélað hafa með fé almennings og annars saklauss fólks í Íslandi síðustu árin, að þeir óskuðu þess frekar að hafa undir höndum annars konar fjármagn. Nefnilega gleymið fjármagn.
Greinasafn fyrir merki: Valdaklíkur og spilling
María vann, en hvað um alla hina?
Í síðustu viku féll dómur í máli Maríu Jónsdóttur gegn Landsbankanum (og um það var fjallað í Silfri Egils í dag). Í stuttu máli hafði bankinn ekki staðið við það sem hann hafði lofað þegar María seldi fasteign og keypti aðra. Dómurinn er langur og ítarlegur, en þar stendur meðal annars þetta:
Jón, Séra Jón, Gnarr-Jón og valdið sem spillir
Fáum virðist finnast það tiltökumál sem ég gerði að umræðuefni í pistli í gær, hvernig fólk í valdastöðum á Íslandi heldur leyndum upplýsingum sem almenningur ætti að fá aðgang að um leið og valdafólkið. Mér finnst þetta satt að segja ein versta blindan þegar kemur að þeim kröfum sem fólk leyfir sér að hafa í frammi gagnvart yfirvöldum. Samtímis held ég að þótt vika til eða frá í umræddu máli skipti ekki sköpum, þá sé valdbeitingin hér einmitt valdníðsla af því tagi sem gegnsýrir hugsunarhátt valdafólks á Íslandi, og sem almenningur sættir sig við í allt of ríkum mæli. Því ákvað ég að birta hér, sem sérstakan pistil, svar mitt til heiðursmannsins Jóns Daníelssonar, við athugasemd hans um ofangreindan pistil minn. Athugasemd Jóns má sjá í tjásukerfinu við þann pistil.
Sigmundur Davíð, elítan og almenningur
Í nýlegu viðtali DV við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sagði hann meðal annars þetta, um auðæfi sín, sem munu nema ríflega hálfum milljarði króna, eða um það bil tvöhundruð ára nettólaunum meðalíslendingsins:
Spillingin, fúskið og fjórflokkurinn
Tvær fréttir í gær voru um frekar ógeðfellda hluti: Annars vegar um hundruða milljóna sjálftöku slitastjórna, hins vegar um tvö þúsund og fjögur hundruð prósenta framúrkeyrslu við gerð hugbúnaðarkerfis (sem þar að auki hefur enn ekki verið klárað, þrátt fyrir yfirlýst verklok). Til að bíta höfuðið af skömminni fylgdu í kjölfarið yfirlýsingar frá embættismönnum um að það gæti stórskaðað almannahagsmuni að almenningur fengi innsýn í þessi hagsmunamál sín. Þetta eru samt engin einsdæmi, því fréttir af þessu tagi hafa dunið á okkur frá hruni.