Gleymið fjármagn

Í þessari frétt er talað um að hjúkrunarheimilið Eir þurfi „þolinmótt“ fjármagn til að brjótast út úr þeirri kreppu sem misvitrir stjórnendur virðast hafa komið stofnuninni í.  Það virðist hins vegar hafa gilt um þessa stjórnendur, og marga aðra sem vélað hafa með fé almennings og annars saklauss fólks í Íslandi síðustu árin, að þeir óskuðu þess frekar að hafa undir höndum annars konar fjármagn.   Nefnilega gleymið fjármagn.