Opið bréf til Árna Páls Árnasonar

Eftirfarandi póst sendi ég Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, í gærkvöldi.
______________________________________________________________________
Sæll Árni Páll
Nú hafa 32 þingmenn lýst yfir að þeir vilji samþykkja nýja stjórnarskrá á þessu þingi. Að vísu veit ég ekki hvort Kristján Möller er kominn aftur á þing og varamaður hans farinn út, en sé svo vantar hvort sem er ekki nema eitt atkvæði til að málinu sé tryggður meirihluti.

Halda áfram að lesa

Árni og Ásta ein eftir í dauðasveitinni

Samkvæmt þessari síðu hafa nú 30 þingmenn lýst yfir að þeir styðji stjórnarskrárfrumvarpið.  Það þýðir að einungis þarf tvo í viðbót til að frumvarpið verði samþykkt, þótt allir aðrir greiði atkvæði gegn því.  Á já-listann vantar bæði Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur þingforseta.  Þegar Árni talar um að ekki sé hægt að koma frumvarpinu í gegnum þingið, og þegar Ásta neitar að setja það á dagskrá, þá eru þau því einungis að segja að þau myndu sjálf greiða atkvæði gegn því, væntanlega af því að þau vilja drepa það.

Vonandi tekst samflokksfólki Árna og Ástu að koma vitinu fyrir þau.

Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur

Eftirfarandi póst sendi ég Katrínu Jakobsdóttur, ráðherra og formanni VG, fyrr í dag.
_______________________________________________
Sæl Katrín

Halda áfram að lesa

Það sem Árni Páll myndi gera, vildi hann afla sér virðingar

Því hefur verið haldið fram að ekki sé „hægt“ að koma stjórnarskrárfrumvarpinu gegnum þingið.  Þetta er rangt; það snýst um vilja.  Þeir þingmenn sem helst eru nefndir sem líklegir til að standa í vegi fyrir málinu innan Samfylkingarinnar eru Ásta Ragnheiður þingforseti, Össur og Kristján Möller.  Svo vel vill til að sá síðastnefndi mun verða fjarverandi til þingloka, og varamaður kominn í hans stað.

Halda áfram að lesa