Áskorun til stjórnar FME

Samkvæmt þessari frétt hefur Ástráður Haraldsson átt í deilum við skilanefnd Glitnis um hundruða milljóna viðskipti vegna framvirkra samninga með skuldabréf Kaupþings. Það gerir Ástráð augljóslega óhæfan til að skrifa álitsgerðir fyrir Fjármálaeftirlitið. Því ætti stjórn FME að henda í snarhasti skýrslunni sem Ástráður skrifaði um forstjóra FME. Halda áfram að lesa

Dæmisaga um grimmd?

Talsvert hefur verið fjallað um mál Mohammeds Lo, rúmlega tvítugs manns sem flúði frá Máritaníu, þar sem hann hafði verið þræll alla ævi, og kom til Íslands fyrir rúmu ári. Í þessum pistli er saga hans rakin í aðalatriðum. Eins og fram hefur komið var Mohammed synjað um hæli á Íslandi, og ákveðið að hann skyldi fluttur aftur til Noregs, þaðan sem hann kom til Íslands. Því til stuðnings var vitnað í Dyflinnarreglugerðina svokölluðu, sem heimilar ríki innan Schengen-svæðisins að senda fólk sem sækir um hæli tilbaka til þess lands innan svæðisins sem það kom frá. Halda áfram að lesa

Sérfræðingar og sjálffræðingar

Í opinberri umræðu um flókin mál er oft gott að fá sérfræðinga sem skýrt geta hluti sem ekki liggja í augum uppi fyrir leikmönnum. Sé vel að slíku staðið er þá oft hægt að lyfta umræðunni á hærra plan, þegar við leikmennirnir höfum áttað okkur á grundvallaratriðum sem ekki voru á hreinu og flæktu því umræðuna að nauðsynjalausu. Í þessu standa íslenskir fjölmiðlar sig oft illa og sama er því miður hægt að segja um margt íslenskt háskólafólk, sem ætti þó að geta lagt mikið af mörkum til að gera umræðuna markvissari. Halda áfram að lesa

Fávitar í bankaráði Landsbankans?

Í þessari frétt stendur meðal annars:

Bankaráð Landsbankans og skilanefnd gamla Landsbankans leggjast bæði gegn því að Kjararáð ákveði laun bankastjórans.

Því segir í umsögn bankaráðs, að ekki sé ólíklegt að bankastjórinn bregðist við með því að laga afköst sín að því sem hann telur samræmast launum sínum, eða segi hreinlega upp störfum.

Hefur þetta fólk ekki heyrt um svokallað hrun, og forleik þess?  Og, væri rétt að skikka það til að horfa á þetta?