Áskorun til stjórnar FME

Samkvæmt þessari frétt hefur Ástráður Haraldsson átt í deilum við skilanefnd Glitnis um hundruða milljóna viðskipti vegna framvirkra samninga með skuldabréf Kaupþings. Það gerir Ástráð augljóslega óhæfan til að skrifa álitsgerðir fyrir Fjármálaeftirlitið. Því ætti stjórn FME að henda í snarhasti skýrslunni sem Ástráður skrifaði um forstjóra FME.

Vegna þessara alvarlegu mistaka, og þess fárviðris sem fylgt hefur þeim, ætti stjórn FME síðan að segja af sér. Geri hún það ekki innan fárra klukkutíma þarf ráðherra að reka hana. Það yrði svo verkefni nýrrar stjórnar að ákveða hvort ástæða er til að aðhafast frekar í máli Gunnars.