Hið ógeðslega Ísland

Margir hafa talað um það síðustu mánuði og ár að nauðsynlegt sé að „sameina“ landsmenn í stað þess að „ala á sundrungu“. Það gleymist hins vegar yfirleitt að útskýra um hvað á að sameina fólk, en erfitt er að skilja sameiningar- og samstöðutalið öðru vísi en að við eigum að sameinast um að vera nokkurn veginn sátt við núverandi ástand. Enda er ljóst að hinar ýmsu valdaklíkur í landinu, sem hafa ráðið lögum og lofum áratugum saman, munu berjast mjög harkalega gegn sameiningu um hvaðeina sem hróflar við völdum þeirra eða skerðir gróða þeirra sem ráða yfir efnahagslífinu. Á hinn bóginn er líka ljóst að ríkjandi ástand í íslenskri stjórnsýslu og efnahagslífi er ekki beinlínis í lagi, ef það eru hagsmunir almennings sem lagðir eru til grundvallar. Halda áfram að lesa

Tryggir Þóra sigur Ólafs Ragnars?

Margir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur lögðu ofuráherslu á það í upphafi að finna þyrfti frambjóðanda sem gæti fellt Ólaf Ragnar og að hún væri sá eini sem það gæti. Þetta fólk er annað hvort sammála afstöðu Þóru um hlutverk embættisins, eða telur hana aukaatriði, því mikilvægast sé að koma Ólafi frá og fá „frambærilega“ manneskju í hans stað á Bessastaði. Halda áfram að lesa