(ATH: Þetta er ekki blogg í venjulegum skilningi, heldur er ég bara að fiska eftir tilteknum upplýsingum, frá fólki sem hefur jákvæða afstöðu til þess sem spurt er um.)
Ég þekki margt fólk sem telur núverandi ríkisstjórn hafa gert margt gott. Mig langar að safna saman því helsta á þeim lista, til að gera mér betur grein fyrir meintum gæðum þessarar stjórnar. Þess vegna yrði ég þakklátur þeim sem vildu skýra í stuttu máli, í athugasemdakerfinu hér, frá því sem þeir telja að þessi stjórn hafi gert gott (og sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, til dæmis, hefði varla gert).
Ég er bara að fiska eftir því sem fólk telur jákvætt, og til að trufla ekki umræðuna vil ég ekki neinar neikvæðar athugasemdir, né heldur gagnrýni á það sem sagt er hér. Slíkt er hægt að ræða í athugasemdakerfinu við „pistilinn“ hér að neðan, ef einhverjum finnst nauðsynlegt að koma á framfæri neikvæðum athugasemdum. Ég mun þess vegna fjarlægja allar neikvæðar athugasemdir við þennan pistil.