Spillingin, fúskið og fjórflokkurinn

Tvær fréttir í gær voru um frekar ógeðfellda hluti: Annars vegar um hundruða milljóna sjálftöku slitastjórna, hins vegar um tvö þúsund og fjögur hundruð prósenta framúrkeyrslu við gerð hugbúnaðarkerfis (sem þar að auki hefur enn ekki verið klárað, þrátt fyrir yfirlýst verklok).  Til að bíta höfuðið af skömminni fylgdu í kjölfarið yfirlýsingar frá embættismönnum um að það gæti stórskaðað almannahagsmuni að almenningur fengi innsýn í þessi hagsmunamál sín. Þetta eru samt engin einsdæmi, því fréttir af þessu tagi hafa dunið á okkur frá hruni.

Halda áfram að lesa

Hið ómeðvitaða samsæri heimskunnar

Þótt ég sé með hálfgert ofnæmi fyrir hnyttnum tilvitnunum, vegna þess hve þær eru ofnotaðar (ekki síst ef maður ferðast um á Facebook), þá á ég mér samt uppáhalds „tilvitnun“.  Hún er svona á ensku: „Never attribute to conspiracy what can be adequately explained by stupidity“.  Þessu mætti snara svo á íslensku: „Ekki líta á það sem samsæri sem auðvelt er að útskýra með heimsku“.

Halda áfram að lesa

Lygar, meðvirkni og siðferði

Vinur minn sagði einu sinni, eftir reynslu af einmitt þess konar tagi, að á Íslandi væri ekki hægt að vera í tuttugu manna samkvæmi án þess að einhver gestanna þekkti NN persónulega (þar sem NN getur verið hvaða þekktur Íslendingur sem er).  Þess vegna væri ekki hægt að tala um vammir og skammir NN, ef einhverjar væru, bæði af tillitssemi við viðkomandi gest og af því að gesturinn tæki auðvitað til varna og lýsti því hversu góð manneskja NN væri í raun.

Halda áfram að lesa

Íhaldssöm og vond stjórnarskrártillaga

Þeir Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon hafa nýlega lagt fram tillögu að nýrri stjórnarskrá sem óhætt er að segja að sé stefnt gegn tillögum Stjórnlagaráðs, sem þeir virðast telja of „róttækar“, enda felur tillaga þeirra félaga í sér litlar breytingar frá núverandi stjórnarskrá, nema hvað varðar ákvæði um þjóðareign á auðlindum, sem þeir vilja góðu heilli hafa með. Halda áfram að lesa

Greiningardeildir og aðrir spámenn

Árið 1997 fengu Robert C. Merton og Myron Scholes Nóbelsverðlaunin í hagfræði. (Það er reyndar ekki alveg rétt, því umrædd verðlaun veitir sænski seðlabankinn og kallar „verðlaun til minningar um Alfred Nobel“, og þeir eru til sem telja að þessi verðlaun séu álíka mikill virðingarvottur við Alfred og þegar friðarverðlaunin voru veitt Henry Kissinger, eða Barack Obama um það leyti sem hann var að herða á hernaðaraðgerðum í Afganistan, sem kostað hafa hundruð eða þúsund saklausra borgara lífið.) Halda áfram að lesa