Lygar, meðvirkni og siðferði

Vinur minn sagði einu sinni, eftir reynslu af einmitt þess konar tagi, að á Íslandi væri ekki hægt að vera í tuttugu manna samkvæmi án þess að einhver gestanna þekkti NN persónulega (þar sem NN getur verið hvaða þekktur Íslendingur sem er).  Þess vegna væri ekki hægt að tala um vammir og skammir NN, ef einhverjar væru, bæði af tillitssemi við viðkomandi gest og af því að gesturinn tæki auðvitað til varna og lýsti því hversu góð manneskja NN væri í raun.

Halda áfram að lesa