… að gerð verði vönduð úttekt á því hvernig OR gat breyst úr stöndugu fyrirtæki, með pottþéttar og fyrirsjáanlegar tekjur, í að vera nánast gjaldþrota.
Greinasafn fyrir flokkinn: Ýmislegt
Tryggvi Þór kastar grjóti úr glerhöllinni
Í bloggpistli í dag varar Tryggvi Þór Herbertsson við fólki sem „hljómar eins og hagfræðingar“. Ég held að slíkt fólk sé upp til hópa mun hættuminna en þeir „alvöru“ hagfræðingar sem, eins og Tryggvi, bæði spiluðu með í bóluhagkerfinu og lýstu í sífellu yfir hvað það væri traust. Tryggvi bítur höfuðið af skömminni með því að tala eins og hann hafi meira vit en aðrir á hagfræði. Það hefur hann greinilega ekki, því bóluhagkerfið hafði einmitt öll einkenni bólu, sem talsvert hefur verið fjallað um í hagfræðinni. Nema hann sé svo siðlaus að hafa makað krókinn á kerfi sem hann vissi að myndi hrynja og valda fjölda fólks gríðarlegum búsifjum.
Gráðugir bankastjórar — máttlaus forsætisráðherra
Af hverju dettur fólki í hug að borga íslensku bankastjórunum svona há laun? Skýring varaformanns stjórnar Arionbanka í hádegisfréttum RÚV í dag var engin skýring, nefnilega að það hefði þurft að borga svona mikið til að ráða þennan mann. Spurningin er hvort það ætti ekki að leggja blátt bann við því að ráða í bankastjórastöðu mann sem heimtar svona há laun. Öfugt við það sem margir halda fram virðist ekki vera nein jákvæð fylgni milli þess að hafa ofurlaun og að standa sig vel í starfi. Reyndar er ýmislegt sem bendir til hins gagnstæða. Þar á meðal er þessi áhugaverði fyrirlestur. Halda áfram að lesa
Besta kaffi á Íslandi
Það var stórkostleg framför þegar farið var að brenna gott kaffi á Íslandi, og gera það vel, eins og sumar af litlu kaffibrennslunum með metnað gerðu í upphafi, í kringum 1990. Það var sorglegt að sú kaffibrennsla sem náði undirtökunum á markaðnum (Kaffitár) og sem átti drýgstan þátt í að stórbæta kaffimenninguna hér, skyldi á endanum hætta að selja kaffi sem er nógu mikið brennt til að hægt sé að gera úr því alvöru espresso í vél. Ennþá sorglegra var þegar Kaffitár hætti að selja (og nota á eigin kaffihúsum) nýbrennt kaffi, og lét sér nægja að selja kaffi sem var brennt nokkrum vikum áður en það var til sölu. Það þarf engan sérfræðing til að finna muninn á slíku kaffi og því sem er brennt fáum dögum áður en það er malað og lagað. Halda áfram að lesa
Frábært veitingahús
Fyrir mörgum árum langaði mig dálítið til að skrifa blaðadálk um veitingahús. Annars vegar var það vegna þess að ég bjó þá í Gautaborg og í borgarblaðinu þar var vikulegur dálkur, skrifaður af fólki sem hafði frekar lítið vit á því sem það var að skrifa um, þ.e.a.s. á mat og víni. Sem mér finnst svo sem í lagi (enda þykist ég ekkert vit hafa á slíku sjálfur), en alls ekki þegar skríbentarnir tala eins og þeir séu eitthvert yfirvald, samtímis því sem þeir afhjúpa fákunnáttu sína. Halda áfram að lesa