Það var stórkostleg framför þegar farið var að brenna gott kaffi á Íslandi, og gera það vel, eins og sumar af litlu kaffibrennslunum með metnað gerðu í upphafi, í kringum 1990. Það var sorglegt að sú kaffibrennsla sem náði undirtökunum á markaðnum (Kaffitár) og sem átti drýgstan þátt í að stórbæta kaffimenninguna hér, skyldi á endanum hætta að selja kaffi sem er nógu mikið brennt til að hægt sé að gera úr því alvöru espresso í vél. Ennþá sorglegra var þegar Kaffitár hætti að selja (og nota á eigin kaffihúsum) nýbrennt kaffi, og lét sér nægja að selja kaffi sem var brennt nokkrum vikum áður en það var til sölu. Það þarf engan sérfræðing til að finna muninn á slíku kaffi og því sem er brennt fáum dögum áður en það er malað og lagað. Halda áfram að lesa