Rangfærslur og útúrsnúningar Hönnu Birnu

Mikið hefur verið fjallað um sjónvarpsviðtölin við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld, sem og fyrri yfirlýsingar hennar um lekamálið.  Ekki er vanþörf á, því Hanna Birna hefur ekki skirrst við að ljúga að Alþingi, og það oftar en einu sinni, auk þess sem hún vék sér hjá því að svara öllum spurningum í umræddum viðtölum.  Í staðinn fór hún út í móa í miðri fyrstu setningu á eftir hverri slíkri spurningu.  Hanna Birna er útsmogin í þessari iðju, og hún er líka nógu laus við þær siðferðiskröfur sem nokkurn veginn heilbrigt fólk gerir til sjálfs sín, en það er líklega nauðsynlegt til að halda út svo lengi að fara með endalaus og augljós ósannindi um sama málið.

Halda áfram að lesa

Gísli Freyr gæti sannað sakleysi sitt

Gísli Freyr Valdórsson, fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir hegningarlagabrot í starfi sínu sem aðstoðarmaður ráðherrans.  Hann er ákærður fyrir að hafa með saknæmum hætti lekið gögnum úr ráðuneytinu, þar sem markmiðið var augljóslega að sverta manneskju sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér.

Halda áfram að lesa

Opið bréf til Einars K. þingforseta

Sæll nafni

Það var nógu slæmt gerræðið (svo maður segi ekki valdaránið) sem þú framdir á Alþingi í dag, þar sem þú ákvaðst að innanríkisráðherra skyldi undanþeginn því sem hingað til hefur verið álitin skylda ráðherra, að svara spurningum þingmanna.  Þetta gerðir þú án þess að hafa til þess nokkurn rétt, nema rétt valdníðingsins sem telur að eigin völd réttlæti hvaða yfirgang sem er.

Halda áfram að lesa

Hanna Birna er samviskulaus lygari

Þann 20. nóvember birtist frétt í Morgunblaðinu um að blaðið hefði undir höndum „óformlegt minnisblað“ úr innanríkisráðuneytinu, þar sem dylgjað var um einkamál tveggja hælisleitenda og einnar íslenskrar konu.  Öllum sem vildu vita varð fljótlega ljóst að minnisblaðinu hafði vísvitandi verið lekið í fjölmiðla af háttsettu fólki í ráðuneytinu, og er þar um að ræða hegningarlagabrot sem varðar allt að tveggja ára fangelsi.

Halda áfram að lesa

Hvar eru allir lögfræðingarnir?

Síðan ríkissaksóknari lagði fyrir lögreglustjórann í Reykjavík að gera lögreglurannsókn á lekamáli innanríkisráðuneytisins  (þ.e.a.s. sakamálarannsókn, öfugt við það sem ýmsir ráðherrar hafa haldið fram) hef ég velt því fyrir mér af hverju í ósköpunum nánast engir lögfræðingar tjái sig um þetta mál á opinberum vettvangi. Halda áfram að lesa