Útvistun: Saumað að láglaunafólki

Talsvert hefur verið fjallað í fjölmiðlum síðustu daga um útvistun á ræstingum í opinberum stofnunum, eins og Landspítalanum og Stjórnarráðinu. Í gær skýrði ég hér frá tilraunum mínum til að fá upplýsingar um ástæðurnar að baki því að Rekstrarfélag Stjórnarráðsins sagði nýlega upp sautján ræstingakonum, í því skyni að bjóða verkið út. Erfiðlega gengur að fá þær upplýsingar, en ýmislegt í því sem þegar er komið fram vekur grunsemdir um að málið sé ekki eins einfalt og þeir vilja vera láta sem ábyrgðina bera. Halda áfram að lesa

Að reka ræstingarkonur

Fyrir nokkrum vikum sagði Rekstrarfélag stjórnarráðins upp sautján ræstingakonum sem starfað hafa í Stjórnarráðinu. Rekstrarfélagið sér um ýmsan rekstur fyrir þau fimm ráðuneyti sem eiga aðild að því, en það eru fjármála-, mennta- og menningarmála-, innanríkis-, forsætis- og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Halda áfram að lesa

Vinnur Gylfi Arnbjörnsson fyrir SA?

Í Kastljósi í gærkvöldi byrjaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á því að útskýra að Samtök atvinnulífsins hefðu í upphafi viðræðna um nýgerða kjarasamninga lýst yfir að þau vildu ekki meira en 2% launahækkun, og Gylfi talaði eins og það hefði gert samningana erfiða.  Gylfi endurtók þessa möntru nokkrum sinnum í þættinum, í svolítið mismunandi formi.

Halda áfram að lesa

Ögmundur er auðvaldssinni

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki haft sig í frammi varðandi þann skuldavanda sem stór hluti íslenskra heimila er að kikna undir (og sem stafar af því að bankarnir hafa fengið að mergsjúga skuldarana í skjóli ríkisstjórnarinnar, sem neitar að taka verðtrygginguna úr sambandi, hvað þá að færa niður stökkbreyttu lánin).Ögmundur virðist heldur ekkert hafa við það að athuga að bankarnir hafa grætt tvö hundruð milljarða frá hruni, ekki síst á þeim húsnæðislánum sem svo margt fólk er að kikna undir. Halda áfram að lesa