Sjálfsfróun, samkynhneigð, klám

Fyrir hundrað árum var sjálfsfróun af mörgum talin afar skaðleg, bæði líkamlegri heilsu og andlegri, sem og siðferði samfélagsins.  Þeir sem slíkt stunduðu voru harðlega fordæmdir, ekki síst ungt fólk, sem hafði ekki þá reynslu lífsins sem gerir fólki auðveldara að láta slíkt sem vind um eyru þjóta, eða láta það að minnsta kosti ekki valda sér þeirri vanlíðan sem trúlegt er að þetta hafi valdið fjölda ungmenna. Halda áfram að lesa

Skúli Helgason, klám og heiðarleiki

Í pistli í síðustu viku greindi ég frá póstskiptum mínum við Skúla Helgason alþingismann.  Í kjölfarið var lesið upp úr  pistlinum í útvarpsþættinum Harmageddon, sem leiddi til þess að Skúli fór fram á að fá að koma í þáttinn, og þar vorum við báðir næsta dag.  (Svolítill útdráttur úr þættinum og tengill á hann  koma hér í lokin.)

Halda áfram að lesa

Klámstjarnan Gail, Guðbjartur og Skúli

Það er unnið að því hörðum höndum þessa dagana að auka til muna stríðsreksturinn í „stríðinu við klámið“.  Helstu fréttir síðustu daga hafa verið af klámráðstefnu  sem haldin var af  velferðar- , innanríkis- og menntamálaráðuneytinu.  Aðalstjarnan á ráðstefnunni var Gail Dines, sem kynnt er sem fræðimaður (sem virðast miklar ýkur, ef ekki hreinn þvættingur, sjá hér að neðan), en sem hikar ekki við að ausa úr sér staðhæfingum um klám og skaðsemi þess, án þess að benda á áreiðanleg gögn máli sínu til stuðnings. Halda áfram að lesa

Jafnréttisstyrkir til landsbyggðarkarla

Jónína Rós Guðmundsdóttir þingmaður bendir í dag á þann kynjahalla sem er viðvarandi á landsbyggðinni, þar sem konur, sérstaklega ungar konur, flytja í miklu meiri mæli í þéttbýlið en karlar.  Ekki er ótrúlegt að þetta stafi meðal annars af því að konur fara miklu frekar í háskólanám en karlar; fjöldi kvenna í háskólanámi mun vera um tvöfaldur á við karla.

Halda áfram að lesa

Svör um klám og mannréttindi í Rvík

Fyrir þrem vikum sendi ég Mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar nokkrar fyrirspurnir vegna klámvæðingarbæklings borgarinnar, sem fjallað var um hér og hér.  Svör bárust í fyrradag, og eru þau birt hér í lokin.  Reyndar er sumum spurningunum ekki svarað, og hef ég ítrekað þær, og mun birta svörin hér ef þau verða athygliverð. Halda áfram að lesa