Birgi Þór Runólfssyni svarað

Vegna pistils sem ég skrifaði um óheiðarlegan málflutning Birgis Þórs Runólfssonarí gær svaraði hann mér í dag, vegna stóryrtra árása minna.  Það er alveg rétt hjá Birgi að ég var stórorður og að þetta var árás.  Hvort tveggja finnst mér ekki bara sjálfsagt heldur líka nauðsynlegt þegar fólk sem kynnir sig sem fræðafólk við háskóla hefur í frammi jafn óheiðarlegan málflutning og Birgir gerir í bloggi sínu. Þar sem Birgir leyfir ekki ummæli við blogg sitt verð ég að svara honum hér, en svar hans er í svipuðum stíl og skrif hans öll: útúrsnúningur og afvegaleiðing.

Halda áfram að lesa

Óheiðarlegur hagfræðidósent

Birgir Þór Runólfsson, sem kynnir sig sem dósent í hagfræði við Háskóla Íslands á bloggi sínu, hefur bloggað í mánuð hér á Eyjunni.  Pistlar hans eru allir stuttir, sem er ekki frágangssök í sjálfu sér, en ein ástæða þess er að hann færir aldrei nein rök fyrir máli sínu.  Hann birtir mikið af einföldum línritum, sem yfirleitt sýna samband tveggja breytna.  Þótt Birgir fullyrði sjaldan beinlínis neitt ganga allir pistlar hans út á að gefa í skyn tiltekin orsakasambönd, út frá fylgni þar sem engin rök eru færð fyrir orsakasambandi. Auk þess er augljóslega oft um gríðarlega einföldun að ræða, af því að alveg er sleppt að velta fyrir sér hvaða þættir geti haft áhrif á viðkomandi breytur, aðrir en þeir sem Birgir kýs að nota.

Halda áfram að lesa

Sölumenn óttans á Alþingi

Í gær birtist á forsíðu Fréttablaðsins grein um yfirvofandi vopnaleit á gestum í húsi Alþingis.  „Fréttin“ er dæmigerð íslensk kranablaðamennska; þetta er löng og nánast samfelld athugasemdalaus tilvitnun í skrifstofustjóra þingsins, sem virðist alveg hafa misst tökin á tilverunni, hvað þá þeirri skynsemi og yfirvegun sem óskandi væri að maður í hans stöðu byggi yfir.

Halda áfram að lesa

Mega dómstólar hunsa stjórnarskrá?

Þann 16. nóvember í fyrra var Lárus Páll Birgisson dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn  lögreglulögum af því að hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu, sem krafðist þess að hann yfirgæfi gangstéttina fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna þar sem hann stóð með skilti.

Halda áfram að lesa

Berjumst gegn ofbeldi bænda

Á Íslandi ríkir bændaveldi.  Í þúsund ár voru það bændur sem réðu lögum og lofum, kúguðu hjúin og komu í veg fyrir að almenningur gæti um frjálst höfuð strokið, hvað þá að alþýðan gæti starfað við það sem henni sýndist, og engir komust til mennta nema þeir sem áttu ríka bændur að.  Allar valdastöður í landinu voru í þúsund ár mannaðar bændum; bæði sýslumenn og prestar voru bændur, sem og allir héraðshöfðingjar aftur til landnámsaldar.  Bændur réðu öllu atvinnulífi landsins í meira en tíu aldir, ekki bara landbúnaðinum heldur einnig öllum sjávarútvegi fram á síðustu öld, þar sem þeir kúguðu vinnumenn sína til sjósóknar og meinuðu öðrum að sækja sjó.

Halda áfram að lesa