Viðvörun frá karlaathvarfinu

Kunningi minn hefur sent mér athyglisvert bréf sem á vissulega erindi við almenning og leyfi ég mér hér með að birta það ásamt svari mínu.

Viðvörun frá lögreglu og karlaathvarfinu

Lögreglan vill hvetja alla karlmenn, einkum þá sem stunda næturlíf, ráðstefnur, jólahlaðborð og knæpur, til að vera vel á verði og afar varkára þegar kvenfólk býður upp á drykk. Halda áfram að lesa

Unskot!

Ég GLEYMDI að fara í Þjóðleikhússkjallarann í gærkvöld. Frétti af því að Snergillinn yrði þar uppistandandandi og svo ætluðu hinir bráðskemmtilegu Hraunverjar að heiðra tónlistargyðjuna. Ég gleymdi þessu og var komin í bælið um 11 leytið. Svaf aukinheldur til kl 11 í morgun þótt ég megi ekkert vera að því að eyða tímanum í bælinu. Halda áfram að lesa

Jólahlaðborð

Hótelstjórinn bauð staffinu í jólahlaðborð. Missti sig í óhóflegt örlæti, keypti barinn og sagðist ætla að fara á hausinn með stæl. Jeminn hvað við drukkum mikið. Samt varð ég ekki full sem er í rauninni ótrúlegt í ljósi þess að ég drakk eins mikið frá syni mínum og Sykurrófunni og ég mögulega komst yfir. Bara svo helvíti erfitt að ætla að takmarka unglingadrykkju með því að stela úr glösum barnanna þegar þau fá ótakmarkað magn áfengis afgreitt á barnum án þess að borga fyrir það. Halda áfram að lesa

Sysifos

-Skil ekki af hverju ég er að þessu. Það hefur komið fyrir að ég grenja af þreytu, sagði samstarfskona mín og hverju á maður að svara? Reyna að segja henni að samningar geri ráð fyrir 40 stunda vinnuviku og pásum, þegar þessir sömu samningar gera ráð fyrir launum sem duga ekki til að framfleyta fjölskyldu. Hef sjálf lent í því að genja af þreytu en það hefur ekki gerst í mörg mörg ár því ég er löngu búin að sætta mig við mín þolmörk. Halda áfram að lesa

Þýðandinn

Karl Guðmundsson, maður sem hefur þýtt ekki ómerkara skáld en Seamus Heaney, líkir mér við Þorstein Erlingsson. Ég vissi að hann hefði álit á mér því hann hefur hringt í mig hvað eftir annað og spurt hvort bókin mín sé ekki að koma í búðir. Ég er farin að örvænta um að hún komi nokkuð fyrir jól því sendingin lenti á einhverju flakki á leiðinni frá Ameríku. Halda áfram að lesa