Skyggnst inn í kleyfhugakennda sjálfsupplifun verundar minnar

Eva: Mér leiðist.
Birta: Vitanlega leiðist þér. Ekki búin að fara í­ bí­ó nema 7 sinnum á 8 dögum, einnig setningu bókmenntahátí­­ðar, tvö partý og hefur aukinheldur hitt 3 gamla vini fyrir utan Sigrúnu og systur þí­na og bloggað eins og vindurinn. Það er eins gott að þú þurfir ekki að upplifa alvöru leiðindi dekurrófan þín. Halda áfram að lesa

Bréf til klámskáldsins

Hmmm … Ég verð að viðurkenna að þú ert rímsnillingur hinn mesti og það er svosem hægt að fyrirgefa ýmislegt út á hið listræna gildi, en finnst þér ekki fulllangt gengið að kalla mig hóru? Það er ekki beinlínis kurteisi þótt tillagan sé sett fram í bundnu máli og falli vel að bragarhættinum. En ok. spilum eftir þínum reglum: Halda áfram að lesa