Menningarlíf mitt er í rúst. Ég hef mjög lítið farið í bíó, ekkert séð í leikhúsunum þetta haustið, og ekki farið á eina einustu tónleika á árinu, trúið þið því? Ég hef séð tvo þætti af House en annars horfi ég ekkert á sjónvarp nema Kastljósið þá sjaldan að ég er heima. Ég hef varla lifað neinu félagslífi heldur, ekki einu sinni haldið matarboð nema einu sinni síðan ég flutti inn í Mávahlíðina. Ég fór að vísu á bekkjarmót, góðu heilli, spilaði eitt skabbl við Pegasus og er að fara í morðgátuferð með Auði um næstu helgi en annars lítur út fyrir töluverða kvöldvinnu næstu vikur. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Pegasus
Ég hef ekkert notað facebook sjálf en nokkrir af vinum mínum og kunningjum hafa gefið mér aðgang að síðunum sínum. Það er út af fyrir sig gaman að fá að sjá myndir úr daglegu lífi fólks sem manni líkar vel við. Mér finnst aftur á móti mjög einkennilegt þegar fólk sem ég hef aldrei séð eða talað við og veit nákvæmlega ekkert um, er að skrá mig sem „vin“ á facebook. Ég gæti skilið það ef þetta væru listamenn að reyna að vekja athygli á stórkostlegum ljósmyndum, eða einhver að leita að týndum vini en þetta eru bara venjulegar myndir af vinum og fjölskyldu viðkomandi. Af hverju ætti ég að hafa áhuga á fjölskyldu- og partýmyndum fólks sem ég þekki ekkert og af hverju vill þetta fólk endilega að ég skoði þær?
Sannleikann
-Koníak? spurði Pegasus og þótt koníak hljómi eins og eitthvað virkilega rétt í bland við arineld og klassíska tónlist, verð ég að játa á mig slíkt menningarleysi að þykja koníak í skársta falli innbyrðanlegt sem fylling í konfektmola. Auk þess var ég á bíl og ætlaði ekki að gista.
Halda áfram að lesa
Hver var Pegasus?
-Hver er Pegasus?
-Pegasus var vængjaður hestur. Musurnar áttu hann, skáldgyðjurnar.
-Láttu ekki svona. Fannstu þér bara nýja musu eða áttu kærasta?
-Neeeei…
-Ne EEEEi? Hvað áttu við? Þú ert allavega eitthvað að slá þér upp? Halda áfram að lesa
Galdr
Það eru ekki örlög mín að verða blönk. Mammon er búinn að finna fullt af peningum handa mér. Vííííí!
Það sem hægt er að gera með einni hrafnskló, það er með ólíkindum. Og ég sem hélt að þetta yrði svo erfiður mánuður. Ég sá jafnvel fram á að lenda í smávægilegum vanskilum og var farið að svíða í nískupúkann undan tilhugsuninni um dráttarvexti. Það er semsé ekki á dagskránni.
Galdur virkar. Í hvert einasta sinn. Yfirleitt samt ekki svona rosalega fljótt og vel. Þessir peningar komu bara eins og utan úr geimnum, ég átti engan veginn von á þeim. Ég er svo órtúlega heppin að stundum held ég að ég hljóti að vera að ljúga því.
Tákn
Fyrir norðan kom dálítill Elías yfir mig. Og ég sem hef reynt það á eigin skinni að flugferðir enda jafnan með brotlendingu, sé tákn þar sem aðrir sjá tilviljun og leyfi mér ögn meiri blágrænu en efni standa til. Halda áfram að lesa
Hvar er homminn?
Undarleg árátta hjá mannskepnunni að þurfa einlægt að standa í einhverjum uppgjörum við fortíðina. Ég kem norður, einn dag, aðeins einn dag og atvik sem ég er löngu búin að afgreiða hellast yfir mig og vekja áleitnar spurningar. Þetta gerðist líka þegar við hittumst fyrir fimm árum. Halda áfram að lesa