Tákn

Fyrir norðan kom dálítill Elías yfir mig. Og ég sem hef reynt það á eigin skinni að flugferðir enda jafnan með brotlendingu, sé tákn þar sem aðrir sjá tilviljun og leyfi mér ögn meiri blágrænu en efni standa til.

-Vert´ekki með svona blá augu, segir Birta.
-Það er óþarfi að hundsa allt þetta græna í heiminum, segi ég.
-Var Hollendinguinn fljúgandi ekki nógu stórt víti til varnaðar? segir Birta.
-Kannski átti það að vera fljúgandi Svisslendingur.
-Rassgat og alnæmi, þú hlýtur að vera mesti fáviti í heimi, urrar Birta og ég viðurkenni að það gæti látið nærri. En hvað með það? Gáfulegustu ákvarðanir sem ég hef tekið í lifinu hafa fært mér þægindi. Veraldlegt öryggi, jafnvel hugarró á köflum. En ekki tilfinningalegt öryggi, ekki gleði. Ekki ást.

Þau er kannski ekkert á hreinu, skilin milli geðsjúklings, listamanns og nornar en hvaða stimpil sem menn vilja setja á mig er eitt á hreinu: í mínum heimi hefur allt merkingu.