Mannúðlegt?

Ég verð að viðurkenna, þrátt fyrir dálæti mitt á Amnesty, að ég skil ekki tilganginn með svona yfirlýsingum.

Hefur einhver heyrt um mannúðlega aftökuaðferð? Er yfirhöfuð hægt að nefna mannúð og aftökur í senn?

One thought on “Mannúðlegt?

  1. ———————————-

    Ég skil ekki þetta argaþras og mótmæli í þér. Þú verður tekin af lífi á eins mannúðlegan hátt og auðið er.

    Posted by: Elías | 4.10.2007 | 16:40:01

    ———————————-
    Kannski eru þeir með einhverjar rómantískar hugmyndir um eigin aftökur, tottandi vindil í jakkafötum farandi með mónólóg um eigin pólitísku réttsýni, heimurinn vondur og ég stóð mína plikt, setti 100 kall í söfnunarbaukinn og friðaði samviskuna þó ég vissi að amk 99 krónur af þessum hundrað kalli færu í spillta offisíalla og herinn…

    Posted by: Gillimann | 4.10.2007 | 23:13:35

    ———————————-

    Það held ég nú ekki Gilli. Ég held að Amnestyfólk sé almennt hugsjónafólk og telji aftökur yfirhöfuð ómannúðlegar. Hugmyndin er augljóslega sú að vekja athygli á því að sprautur eru ekkert geðslegri aftökuaðferð en hver önnur. Ég efast hinsvegar um ágæti þess að eyða púðri í að finna út hvaða aðferð sé skárst.

    Posted by: Eva | 4.10.2007 | 23:38:42

Lokað er á athugasemdir.