Ekkert svo djúpt grafið

Mér fannst það þversagnakennt. Hálfgerð ráðgáta. Ekki var hann bældur og inní sig, svo mikið var víst, enda missti ég áhugann á því að verða sálfræðingur fyrir margt löngu og held að ég þyrfti verulega stórt áfall til að nenna að eiga bældan kærasta. Halda áfram að lesa

Ást

Spurðu þína nánustu; ‘þykir þér vænt um mig’? og ef er ekki eitthvað mikið að er svarið afdráttarlaust ‘já’, jafnvel þegar það er lygi. Spurðu þann sama; ‘þykir þér vænt um sjálfa(n) þig’? og að öllum líkindum færðu hikandi; ‘ha? jaaaaá… jújú’. Halda áfram að lesa

Skuggar

Maðurinn er það sem hann gerir. Og þótt athafnir spretti af hugsun þá er besta fólkið ekki endilega það sem hugsar aldrei neitt ljótt. Sá sem ekki hefur hugrekki til að horfast í augu við skrímslið í sjálfum sér hefur sennilega heldur ekki hugrekki til að horfast í augu við heiminn. Maður þarf að sjá það ljóta til að takast á við það.

Þegar upp er staðið er það sem gerir þig að góðri manneskju einfaldlega viðeitni þín til að setja þig í spor annarra. Og það ætti ekki að vera svo erfitt því hjörtunum svipar saman, þrátt fyrir alllan mannanna misskilning. En þú getur ekki sett þig í spor annars manns nema þú skiljir skrímslin hans.

 

Nöldur

Ef ég hefði lesið jafn marga fermetra og ég hef skúrað, væri ég vitur kona í dag.

Ég lofaði sjálfri mér því fyrir löngu að eftir fertugt skyldi ég ekki vinna önnur heimilisstörf en þau sem mig beinlínis langaði til. Mér líður almennt vel í eldhúsi, vil helst sjá um þvottinn minn sjálf en hef megna óbeit á skúringum og í tilefni af því gaf ég sjálfri mér Pólínu í afmælisgjöf. Halda áfram að lesa

Skýrsla

Mér hefur ekki tekist að draga neinn með mér á frönsku kvikmyndahátíðina ennþá, synd og skömm. Í kvöld gafst ég upp og fór ein. Sá yndislega mynd um serbneskan sveitastrák sem fer í kaupstað til að verða sér úti um helgimynd, minjagrip og konu, svo afi hans geti gefið upp öndina. Franskur húmor er svo sérstakur. Eitthvað svo hlýr, jafnvel þegar hann er svartur.

Ég afrekaði það líka í dag að mæta í magadanstíma. Ég hef ekkert farið síðan í mars og er alveg eins og spýtukerling.

Ég mæli svo með viðtalinu við Pegasus sem birtist í Kompásnum á þriðjudaginn.

Bros

Ég var að átta mig á því að ég á ekki nema eina mynd af mér með opnu brosi. Stöku sinnum hafa slíkar myndir verið teknar af mér fyrir slysni en ég hef aldrei verið nógu ánægð með þær til að geyma þær. Yfirleitt lít ég út fyrir að vera alvarlega geðveik á slíkum myndum. Eða þá 62ja ára. Skýringin er nú líklega sú að ef brosið er opið hef ég sennilega verið í hálturskasti. Ég er svona líklegri til að glotta út í annað en að brosa af hófstilltri gleði

Kannski bara fer mér ekki vel að brosa.

Ráð gegn ruslpósti

Ég kann ráð gegn ruslpósti Almenningur sameinist um að safna öllum ruslpósti sem berst inn á heimilin í einn mánuð og sturta honum fyrir framan dyrnar hjá því fyrirtæki sem hefur sent mest af rusli. Næsta mánuð er svo annað fyrirtæki valið. Halda áfram að lesa