Bros

Ég var að átta mig á því að ég á ekki nema eina mynd af mér með opnu brosi. Stöku sinnum hafa slíkar myndir verið teknar af mér fyrir slysni en ég hef aldrei verið nógu ánægð með þær til að geyma þær. Yfirleitt lít ég út fyrir að vera alvarlega geðveik á slíkum myndum. Eða þá 62ja ára. Skýringin er nú líklega sú að ef brosið er opið hef ég sennilega verið í hálturskasti. Ég er svona líklegri til að glotta út í annað en að brosa af hófstilltri gleði

Kannski bara fer mér ekki vel að brosa.