Skýrsla

Mér hefur ekki tekist að draga neinn með mér á frönsku kvikmyndahátíðina ennþá, synd og skömm. Í kvöld gafst ég upp og fór ein. Sá yndislega mynd um serbneskan sveitastrák sem fer í kaupstað til að verða sér úti um helgimynd, minjagrip og konu, svo afi hans geti gefið upp öndina. Franskur húmor er svo sérstakur. Eitthvað svo hlýr, jafnvel þegar hann er svartur.

Ég afrekaði það líka í dag að mæta í magadanstíma. Ég hef ekkert farið síðan í mars og er alveg eins og spýtukerling.

Ég mæli svo með viðtalinu við Pegasus sem birtist í Kompásnum á þriðjudaginn.

One thought on “Skýrsla

  1. —   —   —

    Pegasus er flottur.

    Posted by: baun | 18.01.2008 | 10:30:01

    —   —   —

    Mikið er ég fegin að heyra að ég er ekki ein um að vera hrifin af Kusturica myndinni Lofaðu mér. Sæbjörn hjá Mogganum og Óli Torfa. á Rás 2 voru miður hrifnir en ég tala afar lofsamlega um myndina, bæði í Morgunvaktinni í morgun og í Kviku á morgun.

    Posted by: Sigga | 18.01.2008 | 15:02:55

    —   —   —

    Kusturica er ekki franskur, býr þessa mynd bara til fyrir franska peninga. En franskur húmor er ferlega góður. Þegar hann er góður.

    Posted by: Kristín | 18.01.2008 | 17:04:08

    —   —   —

    Hvaða Kusturica mynd er um að ræða?

    Og já hann er flinkur leikstjóri. Alla vega flinkari leikstjóri en gítarleikari (sá hann á tónleikum með No Smoking Band og var ekki hrifinn).

    Posted by: Þorkell | 19.01.2008 | 8:15:02

    —   —   —

    Promets moi.

    Ég man sjaldan nöfn leikstjóra en þetta er áreiðanlega sami gaurinn og gerði myndina „svartur köttur – hvítur köttur), allavega er húmorinn sama eðlis, svona svartur og absúrd en um leið krúttlegur.

    Promets —   —   —moi hefur fengið slæma dóma á Íslandi en ég held að allir sem hafa haft gaman af kattamyndinni (sem ég veit ekkert hvort var gerð fyrir franska peninga eða ekki) og frönskum, svörtum gamanmyndum á borð við delicatessen, hljóti að hrífast af þessari mynd.

    Posted by: Eva | 19.01.2008 | 9:58:05

    —   —   —

    Jú, þetta er sami leikstjórinn. Ég mæli með því að þú sjáir Underground eftir hann. Frábær mynd.

    Posted by: Þorkell | 19.01.2008 | 15:40:50

Lokað er á athugasemdir.