Úa

Skyndilega er allt orðið fullt af auglýsingum um iðnaðarmenn sem geta bætt við sig verkefnum. Krónan ku vera ónýt. Gullverð í sögulegu hámarki. Bankarnir kannski ekki alveg að fara á hausinn en allt í einu mun verðminni fyrirtæki en áður. Úrvalsvísitalan lækkar.

Ég veit ekki nákvæmlega hvað úrvalsvísitala er, bara að hún er einhverskonar mælikvarði á verðmæti nokkurra gullkálfafyrirtækja og á helst ekki að lækka. Ég er hrædd við lækkandi úrvalsvísitölu á sama hátt og ég var hrædd við verðbólgu sem barn. Eitthvað sem maður veit að getur haft áhrif á fjármál heimilisins án þess að maður hafi neina stjórn á því sjálfur.

Mér líður dálítið einkennilega í efnahagnum. Svona svolítið eins og að búa á jarðskjálftasvæði.

One thought on “Úa

  1. ——————-

    Það sem mér finnst einkennilegt við þessa atburðarás er að hún átti að hafa byrjað þar sem efnaminni ameríkanar gátu ekki borgað af húsnæðislánum sínum. Það hafði svo þau áhrif að þýskur banki var skyndilega orðin illa staddur og svo breskur og núna allir bankar þ.m.t hinir íslensku. Er ekki eitthvað skrítið við þetta ?

    Posted by: Guðjón Viðar | 18.01.2008 | 17:09:30

Lokað er á athugasemdir.