Er í Danmörku

Er stodd hja systur minni í sveitinni. Hér rignir. Thad rigndi líka sídast thegar ég kom hingad.

Darri spilar vidstodulaust á nýja 12 strengja gítarinn sinn. Hann brosir. Mér skilst ad sé ordid lítid um verkefni fyrir hann í vinnunni svo ég hef fleiri ástædur til ad vona ad hann komist strax inn í skólann thótt thad sé ósennilegt.

Kaflaskil

Á morgun fer ég út til Danmerkur að hitta hann Darra minn og þegar ég kem aftur verður hann horfinn úr lífi mínu, Drengurinn sem fyllir æðar mínar af Endorfíni.
-Við höldum samt sambandi, segir hann skælbrosandi að vanda, Drengurinn sem aldrei hefur skrifað lengri texta en kemst fyrir í sms skilaboðum, aldrei lesið lengri bloggfærslu en sem nemur 10 línum og veit manna best að ég fúnkera ekki í síma.
Þú ert dæmigerður hamingjusamur hálfviti hugsa ég en segi það ekki upphátt. Til hvers svosem?

Það væri skinhelgi ef ég segðist gleðjast fyrir hans hönd. Sé ekki að það bæti líf hans á nokkurn hátt á vera að þessum þvælingi en tekur hinsvegar heilmikið frá mér. Ég man ekki eitt augnablik öll þessi ár sem návist hans hefur ekki glatt mig en líklega mun ég ekki sakna hans. Ég hef orðið svo lítinn tíma fyrir tilfinningar sem leiða ekki til niðurstöðu eða aðgerða og söknuður er í skársta falli tilgangslaus.

 

Aldrei aftur Ólafsbúð

-Ég vildi að ég hefði tekið eldhússdótið mitt með frá Bretlandi, sagði Rósin.

Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég á miklu meira en nóg af eldhússáhöldum og skil ekki hvað hún ætlar eiginlega að gera við meira. Ég þoli ekki að hafa svo mikið drasl í skápunum að ég finni ekki neitt. Mér finnst æðislegt að hafa hana með mér í því að skipuleggja nýja heimilið okkar en hef á tilfinningunni að ég sé komin með enn einn ruslasafnarann inn á heimilið. Ég er satt að segja dauðfegin að hún tók ekki meira dót með sér. Halda áfram að lesa

Flutt

Við erum næstum búin að koma okkur fyrir i Mávahlíðinni. Ég get ekki notað ljósakrónurnar mínar nema hætta á að allir aðrir á heimilnu hálsbrotni og stofan er miklu minni en ág á að venjast svo ég neyðist til að losa mig við stóra sjónvarpsskápinn minn sem ég er svo hrifin af. Það er algerlega ótækt fyrir manneskju sem hefur jafn mikla ánægju af matarboðum og ég að hafa ekki almennilegt borð og ég kem ekki hvoru tveggja fyrir með góðu móti. Ég ætla að láta sérsmíða sjónvarpsskáp undir súðina. Eftir að hafa lifað við þann lúxus að geta lokað þessi ljótu tæki inni í skápum, kemur ekkert annað til greina.

Semsagt ef einhver er spenntur fyrir dásamlega fallegum ljósakrónum og nýlegum Mörkar sjónvarpsskáp úr IKEA, með plássi fyrir dvd-spilara, myndbandstæki og fullt af öðru dóti og skúffum undir fjarstýringar, hafið þá samband. Já og þeir sem eru að flytja mega gjarnan endurnýta stórgóða pappakassa.

Ég fer út að hitta hann Darra minn á fimmtudaginn svo ég verð eitthvað að fresta fertugsafmælis-innflutnings-Hauksafmælis-og búðarafmælisboðinu.

 

Never ending story

-Þú verður að virðurkenna að hann hefur góða afsökun.
-Jájá, þetta eru áreiðanlega ófyrirsjáanlegar, óviðráðanlegar og óumflýjanlegar aðstæður. Alveg eins og síðustu helgi, og helgina þar áður.
-Kannski ættirðu ekki að dæma hann svona hart Eva mín.
-Ég sagði að mér þætti dálítið svekkjandi að vera alltaf í 10. sæti á forgangslistanum, það er nú öll dómharkan.
Halda áfram að lesa

Komin með lyklana – víííí!

Það sem ég er hrifin af þessari íbúð.

Þetta er bara venjuleg, lítil risíbúð og ég efast um að aðrir sjái hana í sama ljósi og ég en hún er svo Evuleg að ég fæ fiðrildi í magann af því að koma þangað inn. Langar mest að loka búðinni og drífa í að flytja inn.