Flutt

Við erum næstum búin að koma okkur fyrir i Mávahlíðinni. Ég get ekki notað ljósakrónurnar mínar nema hætta á að allir aðrir á heimilnu hálsbrotni og stofan er miklu minni en ág á að venjast svo ég neyðist til að losa mig við stóra sjónvarpsskápinn minn sem ég er svo hrifin af. Það er algerlega ótækt fyrir manneskju sem hefur jafn mikla ánægju af matarboðum og ég að hafa ekki almennilegt borð og ég kem ekki hvoru tveggja fyrir með góðu móti. Ég ætla að láta sérsmíða sjónvarpsskáp undir súðina. Eftir að hafa lifað við þann lúxus að geta lokað þessi ljótu tæki inni í skápum, kemur ekkert annað til greina.

Semsagt ef einhver er spenntur fyrir dásamlega fallegum ljósakrónum og nýlegum Mörkar sjónvarpsskáp úr IKEA, með plássi fyrir dvd-spilara, myndbandstæki og fullt af öðru dóti og skúffum undir fjarstýringar, hafið þá samband. Já og þeir sem eru að flytja mega gjarnan endurnýta stórgóða pappakassa.

Ég fer út að hitta hann Darra minn á fimmtudaginn svo ég verð eitthvað að fresta fertugsafmælis-innflutnings-Hauksafmælis-og búðarafmælisboðinu.

 

One thought on “Flutt

 1. ————————————————–

  Til hamingju með að vera hætt að búa á vinnustaðnum mér sínist að Eiríkur og Elmar verði nágrannar þínir,í Mávahlíðinni. Kveðja Bogga

  Posted by: Bogga | 5.08.2007 | 23:45:56

  ————————————————–

  Ég hef búið í nr 5 og 10, bróðir minn hefur búið í 45 og svo kom ég endur fyrir löngu í partí til Þórdísar í nr 13 eða 15 eða þar í kring.

  Hvorum megin Lönguhlíðar ertu?

  Posted by: Elías Halldór | 6.08.2007 | 7:36:57

  ————————————————–

  Til hamingju með þetta allt saman.

  Posted by: Kristín | 6.08.2007 | 8:39:01

  ————————————————–

  megi lukkan dilla þér á nýja staðnum..

  Posted by: baun | 6.08.2007 | 11:11:51

  ————————————————–

  Ég er í nr 39

  Posted by: Eva | 6.08.2007 | 15:07:45

  ————————————————–

  Mig bráðvantar ljósakrónur – er bara með rússneskar….. hvurnig stíll er á’essu?

  Annars óska ég þér lukku og langlífis í hlíðunum. Hér er gott að vera 🙂

  Posted by: lindablinda | 6.08.2007 | 16:58:58

  ————————————————–

  til hamingju með plássið og takk fyrir síðast 😀

  Posted by: hildigunnur | 7.08.2007 | 0:23:23

Lokað er á athugasemdir.