Kaflaskil

Á morgun fer ég út til Danmerkur að hitta hann Darra minn og þegar ég kem aftur verður hann horfinn úr lífi mínu, Drengurinn sem fyllir æðar mínar af Endorfíni.
-Við höldum samt sambandi, segir hann skælbrosandi að vanda, Drengurinn sem aldrei hefur skrifað lengri texta en kemst fyrir í sms skilaboðum, aldrei lesið lengri bloggfærslu en sem nemur 10 línum og veit manna best að ég fúnkera ekki í síma.
Þú ert dæmigerður hamingjusamur hálfviti hugsa ég en segi það ekki upphátt. Til hvers svosem?

Það væri skinhelgi ef ég segðist gleðjast fyrir hans hönd. Sé ekki að það bæti líf hans á nokkurn hátt á vera að þessum þvælingi en tekur hinsvegar heilmikið frá mér. Ég man ekki eitt augnablik öll þessi ár sem návist hans hefur ekki glatt mig en líklega mun ég ekki sakna hans. Ég hef orðið svo lítinn tíma fyrir tilfinningar sem leiða ekki til niðurstöðu eða aðgerða og söknuður er í skársta falli tilgangslaus.

 

One thought on “Kaflaskil

  1. —————————————–

    Ertu ekki líka að koma til að hitta mig, eða???

    Held a.m.k að ég sé mest spennt að sjá þig. Meira en allir aðrir á heimilinu samanlagt.

    Sjáumst næstu nótt. Luf ya

    Posted by: Hulla | 8.08.2007 | 21:28:52

    ——————————————

    Heil og sæl Eva mín.
    Hef ekki kíkt á bloggsíður í mjög langan tíma – er mjög ódugleg við það – en ferlega var ég glöð að detta inn á þína. Er að deyja úr forvitni, hvað er Darri að fara að gera í Danaveldi og hvar, í Köben?
    Kær kveðja til ykkar allra.
    Anna Guðný

    Posted by: Anna Guðný | 10.08.2007 | 18:18:20

    ——————————————

    Hann er hja systur minni a Jotlandi. tekur inntokuprof i bjorgunarskola a naestunni.

    Posted by: Eva | 11.08.2007 | 11:15:05

    ——————————————

    jaeja ta eg verd ad takmarka mig vid tiu linur 🙂 eg er ekki en kominn med tolvu tvi min skemdist i flutningumm en vonandi er tetta allt ad koma kvedja Dreingurinn

    Posted by: Dreingurinn | 16.08.2007 | 17:54:51

Lokað er á athugasemdir.