Komin með lyklana – víííí!

Það sem ég er hrifin af þessari íbúð.

Þetta er bara venjuleg, lítil risíbúð og ég efast um að aðrir sjái hana í sama ljósi og ég en hún er svo Evuleg að ég fæ fiðrildi í magann af því að koma þangað inn. Langar mest að loka búðinni og drífa í að flytja inn.

One thought on “Komin með lyklana – víííí!

 1. ————————————————

  Innilega til hamingju með nýju íbúðina:)

  Posted by: Guðjón Viðar | 1.08.2007 | 14:55:16

  ————————————————

  Til hamingju með að vera búin að fá afhenta nýju íbúðina þína 😀

  Posted by: Harpa | 1.08.2007 | 16:07:54

  ————————————————

  til lukku með nýu íbúðina Eva, hlakka til að sjá hana

  Posted by: Stefán | 1.08.2007 | 16:36:52

  ————————————————

  Til hamingju með að vera búin að fá lyklana. vonandi lukkast þetta allt hjá þér. Ég hlakka mikið til að sjá íbúðina, elska svona risíbúðir, þær eru svo hlýlegar.
  kær kveðja til ykkar allra.

  Posted by: Ragna | 1.08.2007 | 18:15:30

  ————————————————

  Til hamingju! 🙂

  Posted by: Unnur María | 1.08.2007 | 18:39:55

  ————————————————

  Frábært! Til lukku. Til hamingju líka með flotta umfjöllun um búðina á mbl.is.

  Posted by: inga hanna | 1.08.2007 | 19:32:12

  ————————————————

  Til hamingju með að vera orðin fræg … ari

  Posted by: Hugz | 1.08.2007 | 23:15:03

  ————————————————

  Takk öll 🙂 Ég vona að við getum flutt annað kvöld.

  Posted by: Eva | 2.08.2007 | 1:18:06

  ————————————————

  Já til hamingju með íbúðina. Vonandi bjartar stundir framundan. Tónninn í þér hefur verið svo herskár upp á síðkastið.

  Posted by: Sveinn | 2.08.2007 | 1:21:54

  ————————————————

  Það tók nokkra stunda að rifja upp leiðina hingað. Svolítið eins og að standa niðri í bæ í útlöndum og reyna að rifja upp í hvaða götu kaffihúsið var sem þú heimsóttir eitt sinn svo títt.

  Alla vega.

  Það var ánægjulegt að sjá að hér brennur loginn jafn skært og fyrr. Að hugsjónirnar hafa ekki vikið fyrir hversdagsleikanum. Að þýfi VIðris er hvergi nærri þrotið.

  En tilefni heimsóknarinnar voru hamingjuóskir með hið prýðilega myndskeið sem blasti við mér og alheimi á besta stað hjá mbl.is þegar ég kveikti á tölvunni í morgun. Jafnaðist á við góðan bolla af sterku kaffi.

  Far vel.

  Posted by: Þórfreður | 2.08.2007 | 9:00:53

  ————————————————

  Vá en dásamlegt. Innilega til hamingju. Elska risíbúðir. Finnst þær svo kósí!

  Posted by: Barbie | 2.08.2007 | 20:42:25

  ————————————————

  óska þér heilla og hamingju í nýju íbúðinni:)

  Posted by: baun | 3.08.2007 | 9:58:05

  ————————————————

  Til hamingju með íbúðina evulegu. Og allt hitt líka, afmæli búðarinnar í gær og (vonandi) endurheimt tengdadóttur.

  Posted by: Kristín | 3.08.2007 | 12:06:42

  ————————————————

  Dúllan mín til hamingju :o)
  Kem vonandi fljótlega í heimsókn til þín
  Hlakka óendalega til að sjá þig á fimmtudagsnóttina.
  Elska þig endalaust.
  Þín litla systir

  Posted by: Hulla | 3.08.2007 | 22:06:08

Lokað er á athugasemdir.