Göngum við í kringum

Jæja, þá er Kínamann búinn að dansa fyrir mig „göngum við í kringum einiberjarunn“ eða eitthvað álíka. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því af hverju hann var að útskýra svona nákvæmlega hvernig hann þvær og straujar skyrturnar sínar en ég náði því að hann á 20 hvítar skyrtur og engin þeirra er „kapútt“ af því að hann er svo duglegur að strauja. Halda áfram að lesa

Tókuð þið nokkuð eftir því sjálf hvað ég var sniðugur?

Þessa dagana fer fátt meira í taugarnar á mér en frasinn „pun intended“ nema ef vera skyldi „no pun intended“. Þetta orkar jafn illa á mig og spaugarinn sem getur ekki verið fyndinn nema með því að nota inngang á borð við; „á ég að segja þér brandara?“

Það er ekkert grín að vera hnyttinn. Ef maður getur ekki treyst áheyrandanum/lesandanum fyrir textanum, þá er það annað hvort vegna þess að hann er svo ómeðvitaður að hann á hvort sem er ekki skilið að fatta djókinn, eða þá að orðaleikurinn var hvort sem er of ómerkilegur til að verðskulda athygli.

Sannleikann eða kontór?

Þelamerkurskóli. Það var ágætur tími. Mér leið vel í skólanum. Eða allavega skár en heima hjá mér. Ég átti ekki nána vini en ég hafði félagsskap og naut þess.

Við tuskuðumst og keluðum, spiluðum hjónasæng og kossaspil. Fórum í kjánalega leiki eins og 5 mínútur undir sænginni og sannleikann eða kontór (sem var ekki kaupfélagskontórinn). Halda áfram að lesa