Tókuð þið nokkuð eftir því sjálf hvað ég var sniðugur?

Þessa dagana fer fátt meira í taugarnar á mér en frasinn „pun intended“ nema ef vera skyldi „no pun intended“. Þetta orkar jafn illa á mig og spaugarinn sem getur ekki verið fyndinn nema með því að nota inngang á borð við; „á ég að segja þér brandara?“

Það er ekkert grín að vera hnyttinn. Ef maður getur ekki treyst áheyrandanum/lesandanum fyrir textanum, þá er það annað hvort vegna þess að hann er svo ómeðvitaður að hann á hvort sem er ekki skilið að fatta djókinn, eða þá að orðaleikurinn var hvort sem er of ómerkilegur til að verðskulda athygli.