Og spunahjólið snýst

Það var farið að hvarfla að mér að Pokurinn hefði svikið mig og að ég þyrfti að sitja uppi með mína sálarlufsu sjálf.
Mig grunaði reyndar að ég þyrfti að útvega eitthvað til viðbótar við sálina (enda er hún ekki sérlega eiguleg) til að koma honum í stuð en ég vissi ekki almennilega hvað það ætti að vera. Nú er það loksins komið á hreint. Halda áfram að lesa

Jamm dagsins

Frjádagur enn og aftur á heimsbjörgunarbuxunum (það eru köflóttar náttbuxur en slík múndering ku víst afar hentug til byltinga af ýmsum toga) og búinn að koma sér fyrir í sveitarsælunni ásamt dömunni og mannætupotti. Ég er því aftur ein á Vesturgötunni og þótt sé yndislegt að hafa félagsskap, verð ég að játa að of mikið drasl í of litlu rými dregur dálítið úr kátínu minni til lengdar.
Halda áfram að lesa

Okkar maður

-Skil ég rétt að þú sért sátt við þetta fyrirkomulag eins og það er, en hafir áhyggjur af því að ég taki upp á því að gera meiri kröfur? spurði ég.
-Já, ég get ekki neitað því. Þú virðist vilja meira. Svo hef ég líka velt því fyrir mér hvernig þetta yrði ef við eignuðumst barn.
-Ég held að þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Hann vill ekkert eignast barn með þér, sagði ég. Halda áfram að lesa

Bara

Frjádagur og frú eru að undirbúa krossferð gegn stóriðju og fara héðan á föstudaginn. Lærlingurinn kom heim frá Ítalíu í gær og ég er dauðfegin að þurfa ekki að vera hér ein allan daginn á meðan þau bjarga heiminum. Eins og ég er annars lítt mannelsk, þá hættir mér til að deyja úr leiðindum ef ég hef ekki félagsskap.