Það var farið að hvarfla að mér að Pokurinn hefði svikið mig og að ég þyrfti að sitja uppi með mína sálarlufsu sjálf.
Mig grunaði reyndar að ég þyrfti að útvega eitthvað til viðbótar við sálina (enda er hún ekki sérlega eiguleg) til að koma honum í stuð en ég vissi ekki almennilega hvað það ætti að vera. Nú er það loksins komið á hreint. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: … og ég sé það fyrst á rykinu
Jamm dagsins
Frjádagur enn og aftur á heimsbjörgunarbuxunum (það eru köflóttar náttbuxur en slík múndering ku víst afar hentug til byltinga af ýmsum toga) og búinn að koma sér fyrir í sveitarsælunni ásamt dömunni og mannætupotti. Ég er því aftur ein á Vesturgötunni og þótt sé yndislegt að hafa félagsskap, verð ég að játa að of mikið drasl í of litlu rými dregur dálítið úr kátínu minni til lengdar.
Halda áfram að lesa
Sjúkt
-Þið sjúklingar. Sagði hún það já? Kemur ekki á óvart. Við lifum í svo heilbrigðu samfélagi sjáðu til. Getur þú annars sagt mér hvað er svona sjúkt við að langa til að finna að maður geti treyst einhverjum fullkomlega? sagði Ljúflingur. Halda áfram að lesa
Okkar maður
-Skil ég rétt að þú sért sátt við þetta fyrirkomulag eins og það er, en hafir áhyggjur af því að ég taki upp á því að gera meiri kröfur? spurði ég.
-Já, ég get ekki neitað því. Þú virðist vilja meira. Svo hef ég líka velt því fyrir mér hvernig þetta yrði ef við eignuðumst barn.
-Ég held að þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Hann vill ekkert eignast barn með þér, sagði ég. Halda áfram að lesa
Þriðja hjólið
Mig langar bara að tala við þig, ég ætla ekki að biðja þig að hætta að hitta hann og ég ætla ekki vera með nein leiðindi, sagði hún og þar sem málið kom henni við og þar sem kaffihús eru orðin reyklaus, samþykkti ég að hitta hana þótt mér væri það lítið tilhlökkunarefni. Halda áfram að lesa
Bara
Frjádagur og frú eru að undirbúa krossferð gegn stóriðju og fara héðan á föstudaginn. Lærlingurinn kom heim frá Ítalíu í gær og ég er dauðfegin að þurfa ekki að vera hér ein allan daginn á meðan þau bjarga heiminum. Eins og ég er annars lítt mannelsk, þá hættir mér til að deyja úr leiðindum ef ég hef ekki félagsskap.
Blóð og sæði
Það er annars athyglisvert að náin tengsl skuli nánast alltaf vera skilgreind út frá fjölskylduböndum eða kynlífi. Rétt eins og ekkert vitrænt geti komið út úr samskiptum nema maður sulli blóði eða sæði saman við og búi svo til karla og kerlingar úr deiginu. Halda áfram að lesa