Ég held að ég hafi verið 8 ára þegar lítill strákur af inúítaættum var gestkomandi í þorpinu í nokkra daga. Einhverju sinni var ég að leika mér við heimili skólasystur minnar ásamt fleiri krökkum og við heyrðum köll berast úr næstu götu, það var greinilega verið að stríða einhverjum. Ein stelpnanna spratt á fætur, svona líka glöð.
Greinasafn fyrir merki: Minningabókin
Broskallar
Af hverju eru allar doppur með einföldu andlitstákni kölluð broskallar, jafnvel þótt svipbrigðið eigi ekkert skylt við bros?
Og afhverju eru langflestir broskallar gulir? Halda áfram að lesa
Fífilvín
Ég var 8 ára þegar ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki.
Kona í þorpinu hafði sagt okkur Hildi að í hennar ungdæmi hefðu fíflar verið notaðir til víngerðar. Ég fann hjartað í mér missa úr nokkur slög. Við Hildur höfðum vikum saman velt því fyrir okkur hvernig við gætum orðið ríkar en tombóluhugmyndin var fullreynd, við vorum of ungar til að fá vinnu í frystihúsi og við þekktum engan sem hafði orðið ríkur á því að ýta barnavagni 3 ferðir upp og niður Njarðvíkurbrautina.
Nostalgía
Sumrin þegar drengirnir mínir voru litlir. Í minningunni er alltaf sól.
Ég var í fríi. Fór með strákana í húsdýragarðinn um helgar á meðan við bjuggum í Reykjavík. Fyrir austan var enginn húsdýragarður en við fórum í sund daglega. Ég tók lit og gekk í stuttum kjólum og strigaskóm. Ég gat ennþá stjórnað því hvernig Haukur klæddi sig og Darri varð svo brúnn að sundskýlufarið sást allan veturinn. Halda áfram að lesa
Nostalgía
Sumrin þegar drengirnir mínir voru litlir. Í minningunni er alltaf sól.
Ég var í fríi. Fór með strákana í húsdýragarðinn um helgar á meðan við bjuggum í Reykjavík. Fyrir austan var enginn húsdýragarður en við fórum í sund daglega. Ég tók lit og gekk í stuttum kjólum og strigaskóm. Ég gat ennþá stjórnað því hvernig Haukur klæddi sig og Darri varð svo brúnn að sundskýlufarið sást allan veturinn. Halda áfram að lesa
Nostalgía
Sumrin þegar drengirnir mínir voru litlir. Í minningunni er alltaf sól.
Ég var í fríi. Fór með strákana í húsdýragarðinn um helgar á meðan við bjuggum í Reykjavík. Fyrir austan var enginn húsdýragarður en við fórum í sund daglega. Ég tók lit og gekk í stuttum kjólum og strigaskóm. Ég gat ennþá stjórnað því hvernig Haukur klæddi sig og Darri varð svo brúnn að sundskýlufarið sást allan veturinn. Halda áfram að lesa
Ég tók þátt í glæp
Einu sinni leigði ég hjá konu sem vildi ekki greiða skatt af leigutekjunum sínum. Það verður líklega seint talið til stórglæpa en engu að síður er það og var einnig þá, ólöglegt. Í raun ekkert annað en þjófnaður þótt flestir hafi líklega meiri samúð með stórskuldugri láglaunamanneskju en fórnarlambi glæps hennar, ríkinu. Halda áfram að lesa