Músin sem læðist

Karlmenn virðast sjaldan kæra sig um að vera einir. Jafnvel Músin sem læðist dreif í því að verða sér úti um konu nokkrum mánuðum eftir skilnaðinn, af einhverjum allt öðrum hvötum en stjórnlausri hrifningu. Elías mun aldrei vera á lausu lengur en 4 mánuði hámark. Hann viðurkennir það m.a.s. sjálfur.

Mér finnst eins og ég ætti að vera að búa mig undir afbrýðikast en ég finn ekki fyrir neinni kergju við tilhugsunina um Elías með annarri konu. Það finnst mér stórfurðulegt.

Kuldagallinn

Svo í morgun þegar ég var að klæða mig í kuldagallann, datt mér dálítið skrýtið í hug.

Viðfang giftingaróra minna sagði á blogginu sínu um daginn að besta tilfinning í heimi væri að koma inn úr kuldanum. Auðvitað er það ósköp gott en mér finnst nú tilfinningin samt ekki betri en svo að ég forðast yfirleitt að fara út í miklum kulda að nauðsynjalausu. Það á við jafnt í holdlegum skilningi og tilfinningalegum. Halda áfram að lesa

Sálnaflakk

Ég hef aldrei haldið Hrekkjavöku hátíðlega. Ekki svo að skilja að ég hafi neitt á móti því að þeir sem það fíla ættleiði siði annarra þjóða. Mér finnst bara fínt að hafa sem flest tilefni til að gleðjast, en okkar menning dugar mér. Eða hefur allavega dugað hingað til. Halda áfram að lesa

Snúður kemur í heimsókn

-Merktu mig, segir Elías og faðmar mig að sér
-Merkja þig? Eins og krakkar gera?
-Já, merktu mig með litlum rauðum bletti.
-Oj, það er subbulegt.
-Ég veit, merktu mig. Ég ætla að merkja þig líka, bara ekki þar sem það sést.
-Þú elskar mig.
Hann horfir í augu mín, sposkur.
-Gerirðu það Eva? Elskarðu mig?
-Efastu?
-Neei, já, ég veit það ekki. Þú virðist ekkert sakna mín. Halda áfram að lesa