Eintal

Eva: Mig langar í karlmann.
Birta: Jæja. Af hverju ertu þá ekki löngu búin að verða þér úti um einn slíkan?
Eva: Það bara vill mig enginn. Ég veit; þú verður að gera það. Ég vil að þú farir og finnir mann handa okkur eigi síðar en í hvelli.
Birta: Ég get ekkert fundið almennilegan mann nema hafa réttu græjurnar og það vill svo til að við eigum enga skó með pinnahælum.
Eva: Þetta er stórt og mikið vandamál. Þér hefur ekkert dottið í hug að leysa það bara? Halda áfram að lesa

Rafmagnskallinn

Haldiði að rafmagnskallinn hafi ekki bara komið einmitt þegar ég var að birta síðustu færslu. Þetta er greinilega galdrablogg. Hann aftengdi útiljósin og þar með fékk ég rafmagn í íbúðina innanverða. Hann ætlar svo að koma og laga þetta almennilega einhvern næstu daga. Mikill öðlingur, hefði áreiðanlega komið með mér til Bosníu ef ég hefði krafist þess. Eða allavega til Tálknafjarðar. (Einu sinni hélt ég að Tálknafjörður héti eftir fisktálknum en það er önnur saga.) Halda áfram að lesa

Morgundrama

Ástmögur minn kom ekki til dyranna eins og hann var klæddur þegar ég bankaði upp á kl 8:20 í morgun. Enda er hann prúðmenni og óvíst að viðkvæmar sálir á leið til vinnu hefðu tekið því með æðruleysi að þurfa að berja karlmennsku hans augum á stigaganginum svo árla morguns. Hann á ekki slopp og kom því fram þokkalega úfinn með handklæðisbleðil fyrir sínu allra helgasta. Halda áfram að lesa

Viðvörun frá karlaathvarfinu

Kunningi minn hefur sent mér athyglisvert bréf sem á vissulega erindi við almenning og leyfi ég mér hér með að birta það ásamt svari mínu.

Viðvörun frá lögreglu og karlaathvarfinu

Lögreglan vill hvetja alla karlmenn, einkum þá sem stunda næturlíf, ráðstefnur, jólahlaðborð og knæpur, til að vera vel á verði og afar varkára þegar kvenfólk býður upp á drykk. Halda áfram að lesa

Hugleiðing handa tannkremssala

Tannkremssalinn er búinn að fræða mig heilmikið um það hvernig maður eigi að láta drauma sína rætast. Er með allt um markmiðssetningu og jákvæða mötun undirmeðvitundarinnar á hreinu.
-Og ert þú að gera það sem þú ætlaðir þér alltaf? spurði ég.
Hann sagðist vera að stefna að því. Og á sér svo stóra drauma að hann segir ekki einu sinni frá þeim.
-Af því að ég ætla ekkert að láta annað fólk segja mér hvað ég get og hvað ekki, sagði hann. Halda áfram að lesa