Ég hef ekkert notað facebook sjálf en nokkrir af vinum mínum og kunningjum hafa gefið mér aðgang að síðunum sínum. Það er út af fyrir sig gaman að fá að sjá myndir úr daglegu lífi fólks sem manni líkar vel við. Mér finnst aftur á móti mjög einkennilegt þegar fólk sem ég hef aldrei séð eða talað við og veit nákvæmlega ekkert um, er að skrá mig sem „vin“ á facebook. Ég gæti skilið það ef þetta væru listamenn að reyna að vekja athygli á stórkostlegum ljósmyndum, eða einhver að leita að týndum vini en þetta eru bara venjulegar myndir af vinum og fjölskyldu viðkomandi. Af hverju ætti ég að hafa áhuga á fjölskyldu- og partýmyndum fólks sem ég þekki ekkert og af hverju vill þetta fólk endilega að ég skoði þær?