Eins fylgjandi og ég er tjáningarfrelsinu (ég álít að lýðræði sé best og mest þar sem ólík sjónarmið fá að takast á) þá dreg ég nú samt mörkin við persónuníð. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Afglapaskrá lögreglunnar 3. ársfjórðungur
Júlí
Í byrjun júlí réðust menn á unga stúlku á útihátíð. Viðbrögð lögreglunnar, þegar móðirin kvartaði yfir aðgerðaleysi hennar, voru þau að segja móðurinni til um barnauppeldi. Það er undarlegur andskoti að lögreglumenn sem meta aldur og þroska stúlkunnar svo að hún hefði átt að vera sofandi heima hjá sér, skuli samt sem áður hvorki hafa séð ástæðu til þess að koma barninu undir læknishendur né í hendur foreldra. Halda áfram að lesa
Í framhaldi af bréfi til Höllu
Í framhaldi af þessum pistli
Áhugamenn um málefni hælisleitenda, ættu að kynna sér handbók um réttarstöðu flóttamanna sem gefin er út af flóttamannahjálp SÞ. Hana má finna í íslenskri þýðingu hér. Takið sérstaklega eftir grein 196: Halda áfram að lesa
Opið bréf til Höllu Gunnarsdóttur
Ég var að hlusta á Spegilinn -og nei Halla Gunnarsdóttir, þú þarft ekkert að láta íslenska skattgreiðendur borga undir þig ferðir til hinna Norðurlandanna til þess að kynna þér hvernig frændþjóðir okkar, sem iðulega brjóta gegn mannréttindum flóttamanna, haga afgreiðslu á málum hælisleitenda. Halda áfram að lesa
Afglapaskrá lögreglunnar 2. ársfjórðungur
Viðtal í Harmageddon
Viðtal í Harmageddon vegna máls Mohammeds. Það byrjar á mínútu 62:00. Frá mínútu 71:28 tala ég sérstaklega um löggjöfina en ég hef ekki skrifað mikið um lögin í tengslum við þetta mál.
Afglapaskrá lögreglunnar 1. ársfjórðungur
Janúar 2011
Það þarf mikið til að lögregluþjónn sé látinn víkja. Ætli það dugi að reyna að beita persónulegum tengslum sínum innan löggunnar til kærastan komist upp með að aka full? Eða þarf maður að ganga svo langt að afturkalla aðstoð neyðarlínunnar þegar kærastan hefur valdið slysi? Þetta reyndist vera einn og sami maðurinn. Hann fékk „tiltal“. Halda áfram að lesa