Saurmenni Íslands

Eins fylgjandi og ég er tjáningarfrelsinu (ég álít að lýðræði sé best og mest þar sem ólík sjónarmið fá að takast á) þá dreg ég nú samt mörkin við persónuníð.

Auðvitað á að loka þessari ógeðslegu rasistasíðu sem var í fréttum í gær. Ekki þessari. Hana á að nota sem kennslugagn til að sýna fram á hverskonar viðbjóðsviðhorf, þekkingarskortur og hrein og klár heimska er á bak við fyrirbæri eins og Frjálslynda flokkinn. Sem gekk náttúrulega ekki svona langt en myndaði engu að síður stefnu í innflytjendamálum út frá kynþáttahyggju, hún var bara aðeins betur dulin. Það má nota hana sem kennslugagn til að sýna fram á þann hugsunarhátt sem er að baki stórum hluta af soranum á Útvarpi Sögu. Og sem forvörn gegn stjórnmálaflokkum sem halda uppi álíka ógeðfelldum áróðri og BNP í Bretlandi, því þessháttar flokkur mun áreiðanlega verða stofnaður á Íslandi á næstu árum.

Það er hinsvegar of langt gengið þegar einstaklingar, þ.m.t. lítil börn verða fórnarlömb kynþáttahaturs. Þessvegna á ekki bara að loka síðu Glúms af tillitssemi við þolendur, heldur líka að sækja aðstandendur hennar til saka.

Það er ekki oft sem ég óska fólki ills en umburðarlyndi mitt gagnvart þeim sora þjóðarinnar sem kallar sig þjóðernissinna er þrotið. Ég vona að þau verði öll sem eitt lögsótt og dæmd til þyngstu leyfilegrar refsingar. Ég vona að þau fái hvergi vinnu og að starfsfólk fjölskylduhjálparinnar sýni þeim ósvikna fyrirlitningu þegar þau koma þangað skríðandi. Ég vona að þau fái að finna það á eigin skinni hvernig það er að vera sviptur mannlegri reisn. Ekki af því að ég haldi að þau læri neitt af því, þetta pakk er of heimskt til þess, heldur bara af því að það væri gott á þau.

Sennilega er einfalt mál að rekja ip tölur og finna önnur tæk sönnunargögn. Það þarf að koma lögum yfir fólk eins og þennan mannsora sem kallar sig Glúm Jökulsson. Einnig séra Skúla Jakobsson, æðsta prest og eina meðlim Sköpunarhreyfingarinnar. Hann var vinur Donalds Pauley sem hýsir bardagasíðuna þar til fjölmiðlar sögðu skamm en hefur nú sennilega séð ástæðu til að skríða undir rúm. Já og ýmsir fleiri sem breiða út hatursboðskap og hvetja til ofbeldis gagnvart fólki sem hefur ekkert unnið sér til sakar, þurfa að fá skýr skilaboð um að þessi viðbjóður verði ekki umborinn.

Auðvitað er hugsanlegt að ekki takist að koma þessum aumingjum í grjótið. Þessvegna er um að gera að nýta tímann á meðan ógeðssíðurnar eru ennþá uppi og afrita þær. Bæði til að gera þeim sem sýna þjóðernishyggju umburðarlyndi grein fyrir því hvað við er að etja og einnig vegna þess að ritstíll og önnur einkenni gætu hugsanlega vísað okkur á einhverja sem eru ekki jafn vitlausir og þeir sem hafa þegar dreift mykjunni úr sér undir nafni.

Hér eru nöfn nokkurra nýnazista sem hafa ekki haft vit á því að vera nógu falskir til að eiga greiða leið inn í stjórnmálin.

Skúli Jakobsson
Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir sem einnig kallar sig Védísi ótugt.
Jóhann Guðni Ragnarsson 
Jón Kristinn Jóhannesson

Takið svo eftir því næst þegar „þjóðernissinnaður“ flokkur býður sig fram til Alþingiskosninga, hvað er ólíkt með meðlimum hans og þessu pakki. Líkur eru á að það fólk verði alveg jafn illa innrætt, hafi bara vit á að tjá sig ekki á jafn öfgafullan hátt.

Já takið eftir því, því þar liggur hættan. Það er nefnilega ekki hægt að taka „hófsama“ kynþáttahatara út umferð.

——————————–

Bætt við 30.01. kl 22:35

Ég sé á fb að ég hef ekki orðað reiði mína nógu skýrt og að einhverjir telja að ég sé að mælast til þess að fjölskylduhjálpin neiti rasistum um matarúthlutun. Því fer fjarri. Ég vil ekki láta svelta neinn. Hinsvegar vona ég að sem flestir beiti þessi skítmenni andlegu ofbeldi, í formi ósvikinnar fyrirlitningar. Ástæðan fyrir því að ég nefni starfsfólk fjölskylduhjálparinnar sérstaklega er sú að það er ennþá sárara að verða fyrir fyrirlitningu af hálfu þeirra sem maður er háður um nauðsynjar. Slíka fyrirlitningu mega flóttamenn gjarnan þola. Ég óska rasistum þó enganveginn þeirrar grimmdar  sem þeir sýna innflytjendum. Ekki einu sinni drulluhalar eins og Glúmur Jöklusson eiga að þurfa að þola slíkt, þótt þeir verðskuldi það svo sannarlega. Það er þar sem miskunnsemi er þörf.

51 thoughts on “Saurmenni Íslands

  1. Eins mikið og allir nema suðurnesja menn (við þekktum þá) hötuðu US, NAVAL BASE, Keflaík, Iceland. Alveg voru með stæla við hermenn sem skruppu út fyrir girðinguna, alveg EINELTI og RASISMI gekk allann tíman sem Base-inn var hér. Ótrúlegt! Menn sem voru sendir hingað til að vinna, og TRÚIÐ mér þeim fannst Iceheads ekkert spes.Þarna vann maður með öllum hermönnunum/konunum af öllum kynþáttum. Man ekki eftir leiðindum. Að alast upp í næsta húsi við útlendinga, krakka og mömmur, kana-siði, var frábært! Filipseyingar-Hvitt fólk-svart fólk- allskonar fólk. Það sísaðist sem betur fer litblinda ínn í flesta krakka, Fólk er bara fólk, og á heimtingu á að fa sama díl og allir aðrir. Annað er grimmileg HEIMSKA og maður alveg skammast sín fyrir subbu ganginn í garð Fólks, Sé fyrir mér Girðingar.!!

  2. Eva you are such a sweetheart. We got 84,034 hits Friday but only 9,000 yesterday because of server problems. In the last three days nearly 8,000 people have received Glum’s message of free speech. Takk!

  3. BTW, Bardaga will post an uncensored essay from you of equal length to „Tveir Litlir Negrastrakur“. You can write to Bobo and he will post it for you.

  4. Donald E. Pauly, I have notified your service provider of your site. As it is in breach of laws both in Iceland and the U.S. As clearly stated in your service provider TOS, your web site is illegal.

    If your web site is not taken down in good manner of time. I am going to forward your web site to your local laws police and possible the FBI.

  5. Jón Frímann

    That is a most un-Christian way for you to talk. You Viking liberals are at least ten times crazier than ours, if you can imagine that. You are worse than the Communist thought police under Josef Stalin.

  6. Actually, Christ was a Palestinian Jew and I don’t recall anything about him preaching racism. Not that I’m Christian though…

  7. Eva kærust. Er möguleiki á að þetta sé fíflagangur, að tilgangurinn sé að plata (æsa) fólk upp úr skónum, e.t.v. með dýpri tilgang í huga? Nafnið Glúmur Jökulsson finnst að minnsta kosti ekki á Íslendingabók og gúggl gefur engar frekari vísbendingar, einu niðurstöðurnar eru kringum þessa einu síðu. Heigull á uppdiktuðu nafni er að sjálfsögðu möguleiki en það er einhver hömlulausari stigsmunur á honum og þeim opinberu og yfirlýstu viðbjóðunum sem hafa gengið fram fyrir skjöldu. Þessi munur fær mig til að halda í vonina um að þetta sé feik – og þá vildi ég að minnsta kosti fá að heyra hinn æðri tilgang áður en dómar verða felldir.

  8. Stigsmunurinn er að mínu mati ekki hömlulaus. Ég get ekki ímyndað mér að þessir örvitar hafi rænu á einhverjum dýpri tilgangi með þessum sóðaskrifum. Hefurðu lesið biblíu hvíta mannsins? http://www.creator-library.tk/ Samkvæmt henni er hinn æðsti tilgangur einfaldlega að útrýma öðrum kynþáttum en hinum hvíta.

  9. Góð regla að láta blogg bíða í sólahring áður en það er birt. Ég er næstum viss um að þetta eru krakkagrei sem þurfa að komast í tæri við fullorðið fólk til vitiborinna umræðna, svona svipað og blessaðir anarkistarnir. Nálgumst þau með velvild og virðingu, það væri gott á þau. En Eva er alltaf góð þegar hún æsir sig, yndisleg.

  10. Even though we have a huge number of problems in the USA, we are blessed with our Bill of Rights which you Vikings do not have. Here is our First Amendment to our Constitution.

    [[AMENDMENT I

    Congress shall make no law respecting an establishment of religion, or prohibiting the free exercise thereof; or abridging the freedom of speech, or of the press; or the right of the people peaceably to assemble, and to petition the government for a redress of grievances.]]

    You Vikings have a State Church which is illegal in our country. We have a near absolute right of free speech as well. You should try it, you will like it. Liberals love free speech so long as they are the only ones who are talking. We do not fear our opponent’s point of view. Eva has been challenged to write an article of the same length to be posted right beside Glum’s „Tveir Litlir Negrastrakur“. Glum will reply to her article with one half as long.

  11. Ég er ekki að verja nokkur einustu rasísk skrif. Bara að velta því fyrir mér hvort þessi eini tiltekni, Glúmur, sé alvöru. Og þar með að velta því fyrir mér hvort sá sé að plotta eitthvað sem enginn hefur komið auga á enn. Nafnið Glúmur Jökulsson finnst ekki í þjóðskrá og engar gúggl-vísbendingar eru um tilvist hans. Ég veit á hinn bóginn meira um hina rasistana og þeirra saurmennsku en ég kæri mig um, og efast ekkert um að þeim sé fjandans alvara.

  12. Það hvarflaði ekki að mér að þú værir að verja þetta en ég held því miður að þessi viðhorf sem birtast á bardagasíðunni séu raunverulegri en flestir vilja trúa. Glúmur er auðvitað dulnefni. Það er einhver snillingurinn sem stóð að fyrri netsíðu sköpunarhreyfingarinnar sem skrifar. Virðist vera betur skrifandi en Skúli. Kannski einhver eymingi sem hefur ekki efni á félagsgjöldunum.

  13. Já heldurðu það? Heldurðu kannski líka að Breivik sé krakkagrey sem þarf bara að komast í tæri við vitiborið fólk?

    Mér finnst það satt að segja hálfgerð móðgun við börn og unglinga að láta að því liggja að það sé ungæðisháttur sem hrjáir þessi afstyrmi. Aldrei hef ég þekkt barn eða ungling sem er nógu illa innrætt til að ráðast að munaðarlausum börnum af álíka grimmd og skíthælshætti og umrædd síða ber vitni um.

    Þetta komment þitt um anarkista er ekki svaravert.

  14. I think you are not getting it Donald. No one is asking for a debate with neo-nazi groups, we have already tried that and you shitholes are simlpy too stupid and ignorant to qualify for an open discussion.

    And don’t get me wrong, I don’t want to shut you up. I want as many people as possible to see what kind of a maggot you are, so that unless you make amends, you will be hated and despised wherever you go, live in misery and die alone. And when your wrecked life finally ends, people will spit on your grave and promise never to forgive, never forget. So go on please, reveal your sick views, too many people need this wakeup call, to let go of their tolerance for racism.

  15. Thankfully. I am not an Christian in any way. I left that crazy club long time ago. You know. Because of all the hatred and the violence it spreads.

    I can tell you, under Josef Stalin, you would have been sent to Siberia one way long, long time ago. I know my history. Clearly you do not.

  16. Góðar fréttir. Vefsíðan verður fjarlægð eftir 24 klukkutíma. Samkvæmt tölvupósti frá hýsingaraðila hennar. Það er ekki mér að þakka. Þar sem að einhverjir aðrir höfðu sent inn kvartanir réttu leiðina. Ég var að vinna í því að kvarta réttu leiðina, en það hafði þegar verið gert.

    Ég reikna þó fastlega með að þessi vefsíða fari aftur upp. Enda láta svona ruglaðir einstaklingar ekki svona stoppa sig.

  17. Góðar fréttir. Ekki af því að sé nein hætta á að þessi síða hafi önnur áhrif en þau að vekja viðbjóð á rasisma, heldur af því að þetta pakk þarf að fá skýr skilaboð um að svona orðræða verði ekki umborin.

  18. Ég hef kynnst mörgum þannig ungmennum. Stælar sem líða hjá, en það er rétt, ekki hjá öllum. Hugmyndin um ritskoðun hittir anarkistanan sérstaklega fyrir, hún er ekki góð eða amk vanhugsuð eins og svo margt hjá þér

  19. Í hvaða landi kynntist þú ungmennum sem láta svona viðbjóð frá sér fara? Ég hef aldrei hitt þessháttar manneskju nema í netheimum og þeir örfáu sem ég hef orðið vör við að tali á þennan hátt eiga það sameiginlegt að vera nýnazistar.

    Segðu mér annars eitt, nei tvennt. A) Hefurðu skoðað umrædda síðu? B) Finnst þér ritfrelsi mega ganga svo langt að birtar séu myndir af litlum börnum, þau kölluð upprennandi glæpamenn vegna litarháttar síns og látnir foreldrar þeirra svívirtir? Ef þú heldur í alvöru að hömlulaust persónuníð eigi eitthvað skylt við anarkisma, þá þarftu að kynna þér hugmyndafræði anarkisma öllu betur áður en þú verður fær um að tjá þig um hana.

  20. Jon:

    Our hosting company got a kick out of your complaint. Glum will be posting it on our website.

    DEP
    ======
    jonfr@jonfr.com
    Hello,

    This web site here, http://bardaga.org/ is hosting racist content
    against black people, polish people and other immigrants in Iceland. As
    this web site is targeted at Icelandic rasist.

    This material is illiegal in both Iceland and U.S from what my
    understanding of the laws says.

    I wanted to let you know of this web site that I believe you are
    hosting.

    Regards,
    Jón Frímann.

  21. Bardaga is full of love. We love Negroes and Pollacks as well as other immigrants. We want to turn all of them in emigrants and send them back home where they belong.

  22. Skapara síðan er nátturulega alveg yndisleg. Elska línuna þegar gefið er í skyn að stafstetningarvillur séu settar þarna til að fæla frá skítapakkið.
    Er alveg viss um að ílla settur upp texti, fullur af stafsetningar og málfræðivillum laðar að gáfað fólk en fælir í burt vitleysingana….

  23. Mjög áhugaverð grein og satt best að segja þá átti ég bara ekki vona á því að svona „ignorant“ fólk væri til í okkar litla samfélagi !! Rasismi er fáránleiki í sinni verstu mynd og rökfærslur rasista eru með ólíkindum vitlausar !!

  24. A) Já, ég hef skoðað þær síður sem þú tilfærir og margar aðrar og get ekki séð annað en að þetta séu krakkagrei eða bjánar, svipað og hávaðin af öllu því rausi sem frá anarkistum fer.
    B) Nei, ég edr almennt ekkert sérstaklega frjálslyndur oh tel hugsanlegt að banna nafnlausa umfjöllun.

    En ég hlýt að mótmæla þegar öllu er dembt í einn pott og svo á að fara að banna, átti síst von á svona slíkur frá þér, þú fyrirgefur.

  25. Jæja, hafir þú átt von á því að ég sýndi skrifum af þessu tagi umburðarlyndi, þá þekkirðu mig illa. Hvað áttu við með að öllu sé dembt í einn pott?

  26. The Icelandic Penal Code provides protection from anyone who in a ridiculing, slanderous, insulting, threatening or any other manner publicly assaults (in writing) a person or a group of people on the basis of their nationality, skin colour, race, religion or sexual orientation. The penalty is a fine or jail for up to 2 years.

    If you ask me, this is a very healthy restriction of the freedom of speech.

  27. I want to apologize to you Vikings for our website going down for a few hours last Saturday. I thought that it was caused by some of you who made unfounded complaints. Not so. Our server is designed for large number of hits from the USA but not from your Little Lava Rock Pile. When over 100,000 hits came in from you within 24 hours, the website automatically went off line with the first error page that it could find. It took a long time with the help desk to find out what actually happened.

    Of course the website is perfectly legal in my country. I think that it is also legal in yours but my new Viking lawyer will have to tell me for sure.

    The Help Desk is getting a big kick (enjoying) out of your complaints since the website is legal. They are fighting over the right to handle complaints from Europe now. They think that the English of you Vikings is hilarious. Don’t get me wrong, I admire your English ability. It is well in excess of my ability in Spanish and Russian.

    We have unpublished translations of all our pages into English which we can access. We will eventually have a complete bilingual website when Glum can get the time. The entire help desk department are dancing around their old Christmas (Jol) tree to the tune of Tiu Litlir Negrastrakur, even though they can’t understand the words. They also got a kick out of http://bardaga.org/negroes/twinnigs.htm. It saved them the trouble of putting up with the Google translator.

  28. I can forward your web site to FBI, or your local police if you do not take what I am saying seriously. It is going to be a bit of work. But it is going to be worth it. Because I do not tolerate people how hate there own kind like you do.

    Because I am working on this. Now. What I want to know now is how you got that email. Since I know where I did email it. I do not know for sure that your hosting company is not required to forward complaint emails to you. So I know that you got this email by illegal means. That is hacking charge that carries up to 30 years prison sentence in the U.S. With the racist charges you are looking up to 60 to 90 years in jail. I hope that you can enjoy that time in the jail if it comes down to it.

    Oh. I also got the email I send to your hosting company in my send box of my email program. It is not hate mail as you can lie about. I can prove it without a doubt that you are indeed lying about „hate mail“ that you claim to that I did send you.

    But I wanted to congratulate you. I have just reported you to the FBI for hate crime. I hope that they deal with you soon as possible.

  29. I also want to let you know that your hosting company has now broken about dozen data privacy laws in the U.S. More then 20 European laws and several EU laws and directives. But that relates to the people living in Europe, how now have an legal claim on you for doing this. This means fines and lawsuits are coming its way soon.

    Prepare for bankruptcy and being shut down forever! (Thank for that I would say!)

  30. Glum has posted more hate mail at http://bardaga.org/negroes/comments/hatemail.htm . I can’t get much work out of him. He is spending all of his time answering love letters from his new Valkyries. He leaves all of the hate mail for me.

    We are getting a lot of hits and I thank my sweetie Eva for all of her help.

    Day visits Pages Hits Bandwidth
    25 Jan 2012 805 1653 11918 298.54 MB
    26 Jan 2012 554 1354 7983 231.41 MB
    27 Jan 2012 5871 14765 84043 2.44 GB
    28 Jan 2012 1421 3597 9582 126.61 MB
    29 Jan 2012 688 1895 7149 211.98 MB
    30 Jan 2012 2839 7548 38099 1.08 GB

    You can see the flood of Vikings on 27 January that crashed our server.
    🙂

  31. It pleases me to know that more and more people are getting aware of this sick and rotten webpage and that you are receiving a lot of hatemail.

  32. I do not allow offensive material like your face on this website but I suppose bardaga.org will publish it, since they favour repulsiveness anyway.

  33. Sweet illusion. We all know that the reason why you have not published any fan letters is that all you get is mail from people who don’t approve of racism and want you to either wipe your ass and stop spreading racism or go to Hell.

  34. I think most of us are full of love. So full of love that we are not going to let you racists get away with this.

  35. When you cannot censor your critics (lets face it, you do not have any counter arguments). You react like this.

    It is completely understandable to act like this when you are an ill featured man with an dark mind.

    You may not feel it now. But your hosting company is going out of business. After all. Nobody wants to be in business with an racist like you.

    Oh, by the way. There is about 1/500 chance that at least five of your ancestors from less then 600 years ago where black, Spanish or from one of the parts the world that you have made your work to hate so much.

  36. Jon, you can get in trouble for lies and defamation. You know very well that no arrest was made. In the USA we learn to cut our losses in cases like this. Thank you for contacting the FBI, it was a gift from G-d. These are international threats that you are making which indeed are within the jurisdiction of the FBI. Silly you, this is the same hosting company that you complained to before.
    ==========
    Hello,

    You now host illegal racist web site on your hosting. This web site host
    illegal material that is already under investigation in Iceland by the
    Icelandic police (one arrest was made and one computer confiscated for
    further investigation by the Icelandic police). I have let the FBI know
    about this website. But it is up to them what happens next.

    The web site in question is this one here, bardaga.org. It was hosted
    somewhere else (I cant check now. But I can do so later) few days ago.
    That hosting company forwarded complains emails to the man in question
    that owns and runs this racist web site. He now sends spam emails to
    anyone how did complain about his illegal web site to his previous web
    hosting service.

    He has his web site in part in primitive Icelandic. But it is unknown at
    the moment if he has Icelandic supporters. That might well be.

    This man needs to know that this web site is illegal. Here is an detailed
    profile of what this man does and what he has been doing for several years
    now,
    http://www.splcenter.org/get-informed/intelligence-report/browse-all-issues/2008/spring/the-nativists?page=0%2C15

    I hope that this web site can be stopped, as this type of behavior should
    never be tolerated by anyone.

    Regards,
    Jón Frímann.
    =======

  37. Have fun rotting in prison, Pauly. If there is a hell at all, it is certainly reserved for the likes of you, people who use a family tragedy to generalise about whole races and use it to attack little childen. I agree with Eva, the reason that you do not post any fan male is surely that ordinary sane people are repulsed by your hideous hatemongering and appalled at how low a person such as yourself will go.

  38. Donald, I think you should worry about your own risk of getting in trouble. Because we are going to give you some.

  39. Donald, You can get in jail for racism and hate crime in the U.S (in Iceland too). As it is illegal on the federal level in the U.S. The minimum jail time in the U.S is about 10 to 15 years behind bars for racism and hate crime as those you have committed.

    Your web hosting company changed its front web page and started to advertise Christmas deals in January. But that hosting company is going to be closed down one day by the U.S authorities for carrying hate crime and other illegal web pages.

Lokað er á athugasemdir.