Dauð og ómerk

hammerEf orð einhvers eru fyrir rétti dæmd „dauð og ómerk“ jafngildir það þá ekki því að maðurinn hafi verið dæmdur rógberi?

Og ef maður hefur verið dæmdur ómerkur orða sinna, sumsé rógberi eða einhver sem ekki er mark á takandi, er þá við hæfi að sá hinn sami gegni æðsta valdaembætti þjóðarinnar? Ef við hæfi að dæmdur afbrotamaður, jafnvel þótt dómurinn hafi ekki séð ástæðu til að refsa fyrir brotið, heldur einungis að tilkynna þjóðinni að ekki sé að marka allt sem maðurinn segi, setjist í stól dómsmálaráðherra?

Væri þá ekki eins við hæfi að gera gjaldþrota mann fjármálaráðherra? Skipa framhaldsskólafallista í stól menntamálaráðherra?

Hvers vegna þurfa íslenskir ráðamenn svona sjaldan að axla ábyrgð á eigin afglöpum?

Hvers konar heimóttir erum við eiginlega að láta svona mikla spillingu viðgangast?

Fólksfækkun verður ekkert vandamál

Þótt offjölgun sé meira til umræðu hafa félagsfræðingar líka velt upp þeirri hugmynd að lægri fæðingatíðni muni leiða til þess að hlutfall vinnandi fólks miðað við börn og eldri borgara verði of lágt til að standa undir samfélaginu. Ein breytan er fólksfækkun, önnur sú að fólk lifir lengur og sjúklingar lifa sjúkdóma sína af. Sú þriðja er lengri æska, þ.e.a.s. auknar kröfur um menntun valda því að fólk fer seinna út á vinnumarkaðinn. Halda áfram að lesa

Mín skoðun er rétt

agreeÉg hef dálítið gaman af bókum sem snúast um sjálfsstyrkingu og samskiptatækni. Þessar bækur eru oft kallaðar „sjálfshjálparbækur“ rétt eins og þær séu fyrst og fremst ætlaðar fólki sem á voðalega bágt og þarfnast hjálpar. Sjálf kýs ég að tala um sjálfsræktarbækur því margar þeirra búa yfir ráðum sem koma að ágætum notum þótt allt leiki í lyndi og gera lífið bara ennþá ánægjulegra. Halda áfram að lesa

Launtakar og vinnuþegar

spaugÞað hefur afskaplega marga og góða kosti að vera sjálfstætt starfandi en gallinn er sá að tekjur geta verið mjög sveiflukenndar. Um mánaðamótin febrúar-mars var ég hreinlega orðin úrkula vonar um að fá nægilega mörg verkefni til að ná endum saman svo ég ákvað að bíta í það súra epli að dæmið gengi ekki upp og fór á stúfana til að sækja um vinnu á almennum markaði. Halda áfram að lesa