Í áttina

Í fyrsta sinn í mjöööög langan tíma er ég dálítið stolt af ákvörðunum ráðamanna. Hver sem hefur tekið þessa ákvörðun er meiri manneskja í mínum augum fyrir vikið.

Og svo þurfum við bara að skera á öll pólitísk og viðskiptaleg tengsl við hina Gvuðs útvöldu þjóð. Það ætti ekki að vera erfitt. Ef samningurinn um EES stendur í vegi fyrir því, þá eigum við að rifta honum einhliða og vera snögg að því.

mbl.is Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð

Meira lýðræði, minna kjaftæði

Ég tel það skref í rétta átt að fordæma þessa fjöldaslátrun en það er bara ekki nóg. Við megum ekkert vera að því að bíða og sjá hvað setur eða standa í tómu kjaftæði öllu lengur, morðbylgjan á sér stað NÚNA.

Við verðum að slíta öll tengsl við Ísrael, viðurkenna þjóðstjórn Palestínumanna og bjóða flóttamenn velkomna. Við erum hvort sem er að missa þústundir Íslendinga úr landi og þurfum á því að halda að fá hingað fólk sem sættir sig við að lifa spart.

Ef væri virkt lýðræði á Íslandi værum við löngu búin að slíta öllu samstarfi við Ísrael.  Þrátt fyrir takmarkaðan fréttaflutning og lítinn skilning á því ástandi sem ríkir í Palestínu, tel ég nokkuð öruggt að langflestir Íslendingar séu mótfallnir hernáminu og það þarf ekki meðalgreinda manneskju til að sjá ranglætið í því að þungvopnaður minnihluti geti kúgað, rænt og drepið upprunalega íbúa landsins með stuðningi og blessun alþjóðasamfélagsins.

Svo mætti Dorrit líka alveg láta eitthvað heyra frá sér um framferði frænda sinna á Gaza, hún hlýtur að hafa skoðun á því manneskjan.

mbl.is Fordæmir innrás á Gasa

Rosalegur þrýstingur

Þjóðir heimsins þrýsta á? My ass! Hvernig þá? Með því að biðja þá kurteislega að hætta að drepa fólk? Ég fullyrði að aktivistarnir sem þrýstu sér inn í anddyrið á Hótel Borg á gamlársdag notuðu til þess meiri þrýsting en allar þjóðir heimsins setja nú á Ísrael.

Þjóðir heims, eða öllu heldur ríkisstjórnir heimsins, vita fullvel að það hefur engin áhrif að fordæma aðgerðir eða krefjast vopnahlés. Þær myndu nefnilega ekki breyta hegðun sinni og afstöðu sjálfar, bara vegna áskorana. Ef árangur á að nást þurfa þjóðir heims að slíta samstarfi við Ísraelsmenn og leggja niður alla aðstoð við þá og öll viðskipti. Getur einhver sagt mér hvað hindrar okkur Íslendinga í því?

mbl.is Æfðu innrásina í átján mánuði