Ég tel það skref í rétta átt að fordæma þessa fjöldaslátrun en það er bara ekki nóg. Við megum ekkert vera að því að bíða og sjá hvað setur eða standa í tómu kjaftæði öllu lengur, morðbylgjan á sér stað NÚNA.
Við verðum að slíta öll tengsl við Ísrael, viðurkenna þjóðstjórn Palestínumanna og bjóða flóttamenn velkomna. Við erum hvort sem er að missa þústundir Íslendinga úr landi og þurfum á því að halda að fá hingað fólk sem sættir sig við að lifa spart.
Ef væri virkt lýðræði á Íslandi værum við löngu búin að slíta öllu samstarfi við Ísrael. Þrátt fyrir takmarkaðan fréttaflutning og lítinn skilning á því ástandi sem ríkir í Palestínu, tel ég nokkuð öruggt að langflestir Íslendingar séu mótfallnir hernáminu og það þarf ekki meðalgreinda manneskju til að sjá ranglætið í því að þungvopnaður minnihluti geti kúgað, rænt og drepið upprunalega íbúa landsins með stuðningi og blessun alþjóðasamfélagsins.
Svo mætti Dorrit líka alveg láta eitthvað heyra frá sér um framferði frænda sinna á Gaza, hún hlýtur að hafa skoðun á því manneskjan.