Palestínumenn ættu að hætta hryðjuverkum og mótmæla friðsamlega

Þeir gætu t.d. haldið útifund. Einhver gæti haldið ræðu og fólk gæti verið með skilti sem á stæði ‘við mótmælum hernáminu’ og ‘ekki drepa fleira fólk’. Svo gætu allir starað þegjandi á samkunduhúsið. Já og þeir gætu líka bloggað. Af því penninn er sterkari en sverðið.

mbl.is Hvítskúrað stjórnarráð

One thought on “Palestínumenn ættu að hætta hryðjuverkum og mótmæla friðsamlega

  1. ———————————————–

    Já, er það bara ekki málið? Af fréttum mætti skilja að þetta Gasapakk sé með skrílslæti!

    Árni Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 17:03

    ———————————————–

    Þetta mun smell virka!

    Heidi Strand, 12.1.2009 kl. 20:49

    ———————————————–

    Útifundi hafa þeir bara notað til að láta zíonista drepa óþarflega marga þegar þeir ætluðu BARA að drepa einn Hamas skæruliða. En þeir gætu skrifað bréf ef það væru póstsamgöngur. Eða hótað að hætta að styðja kosningasjóði forsetaframbjóðenda í USA. Eða voru það ekki þeir? Þeir gætu hótað að nota stærri steina til að kasta í drápsvélarnar sem eyða heimilum þeirra og fjölskyldum. En miðað við hvernig Zíonistar sprengja svæðið í frumeindir gæti verið erfitt að finna stærra grjót. Og ekki kemur innflutningur til greina. En svo má alltaf stóla á öryggisráðið. Verst að Ísland komst ekki þar inn!

    Ævar Rafn Kjartansson, 12.1.2009 kl. 22:06

    ———————————————–

    Daniel Barenboim sagði allavega á BBC í dag að ekkert breytist ef báðir aðilar halda áfram að nota ofbeldi.

    ari (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 00:08

    ———————————————–

    Ertu núna að bera þinn málstað saman við málstað íbúa í miðju blóðugu striði?

    MacGyver, 15.1.2009 kl. 12:51

    Ég er að benda á að fólk sem er kallað hryðjuverkamenn í Palestínu og mörgum öðrum ríkjum, á engan möguleika á að ná fram réttlæti með löglegum aðgerðum.

    Þótt aðstæður okkar hér séu ekki farnar að minna á stríð, erum við samt sem áður í þeirri andstyggilegu aðstöðu að geta ekki komið þeim sem bera ábyrgð á bankahruninu frá völdum, með því að halda ræður á Austurvelli. Við þurfum eitthvað meira og ég vona þær aðgerðir sem nú eru í gangi dugi, svo það komi aldrei til þess að Íslendingar sjái sig knúna til eldflaugasendinga.

    Eva Hauksdóttir, 15.1.2009 kl. 17:21

    ———————————————–

    „Ég er að benda á að fólk sem er kallað hryðjuverkamenn í Palestínu og mörgum öðrum ríkjum, á engan möguleika á að ná fram réttlæti með löglegum aðgerðum.“

    Það er einmitt enginn háttur fyrir þessu fólki að hafa áhrif.

    „Þótt aðstæður okkar hér séu ekki farnar að minna á stríð, erum við samt sem áður í þeirri andstyggilegu aðstöðu að geta ekki komið þeim sem bera ábyrgð á bankahruninu frá völdum, með því að halda ræður á Austurvelli. Við þurfum eitthvað meira og ég vona þær aðgerðir sem nú eru í gangi dugi, svo það komi aldrei til þess að Íslendingar sjái sig knúna til eldflaugasendinga.“

    Þið getið komið þeim frá völdum með því að ekki kjósa þeim í næstu kosningar. Þið getið komið þeim frá völdum með því að nota þau lagaákveði sem eru til staðar til þess að slíta ríkisstjórn. Ef það hjálpar ekkert, þá hefðiru bara átt að kjósa fólki sem setti upp ýmis einfaldari lög um hvernig sé hægt að slíta ríkisstjórn.

    MacGyver, 15.1.2009 kl. 18:13

Lokað er á athugasemdir.