Rosalegur þrýstingur

Þjóðir heimsins þrýsta á? My ass! Hvernig þá? Með því að biðja þá kurteislega að hætta að drepa fólk? Ég fullyrði að aktivistarnir sem þrýstu sér inn í anddyrið á Hótel Borg á gamlársdag notuðu til þess meiri þrýsting en allar þjóðir heimsins setja nú á Ísrael.

Þjóðir heims, eða öllu heldur ríkisstjórnir heimsins, vita fullvel að það hefur engin áhrif að fordæma aðgerðir eða krefjast vopnahlés. Þær myndu nefnilega ekki breyta hegðun sinni og afstöðu sjálfar, bara vegna áskorana. Ef árangur á að nást þurfa þjóðir heims að slíta samstarfi við Ísraelsmenn og leggja niður alla aðstoð við þá og öll viðskipti. Getur einhver sagt mér hvað hindrar okkur Íslendinga í því?

mbl.is Æfðu innrásina í átján mánuði

One thought on “Rosalegur þrýstingur

  1. ——————————————————————–

    Gæti ekki verið meira sammála.  Arg.

    Takk.

    Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2009 kl. 00:29

    ——————————————————————–

    EES samningurinn bannar íslenskum yfirvöldum að setja viðskiptabann á Ísrael. Allar þjóðir EES og ESB eru í sömu stöðu þar sem Ísrael er með fríverslunarsamning við ESB og þar með EES. Við getum ekki sett viðskiptabann á Ísrael nema með því að segja upp EES samningnum.

    Eva, þú verður bara að safna saman aðgerðasinnum frá allri Evrópu og öllum heiminum og þramma með þeim um Brussel og krefjast þar viðskiptabanns á Ísrael.

    Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 5.1.2009 kl. 00:30

    ——————————————————————–

    Ég held að það séu aðallega ríkisstjórnarflokkarnir sem standa í vegi fyrir því þarfa og tímabæra máli að slíta stjórnmálasamskiptum við Ísrael.

    Vésteinn Valgarðsson, 5.1.2009 kl. 01:01

    ——————————————————————–

    Hér er komin góð ástæða til að segja upp EES samningnum. En hvað með að gefa út opinbera yfirlýsingu um að við viðurkennum þjóðstjórn Palestínu og lýsum yfir fullum og skilyrðislausum stuðningi við Paestínumenn, hvað hindar Íslendinga í því?

    Aðgerðasinnar frá öllum heiminum eru staddir í Palestínu og eru að reyna að gera gagn þar. Þeir komast hinsvegar ekki inn á Gaza. Hugsanlega myndu þeir gera meira gagn í Brussel.

    Eva Hauksdóttir, 5.1.2009 kl. 01:04

    ——————————————————————–

    Ég er sammála. Það veitir ekki af því að setja viðskiptabann á Ísrael og veita Palestínumönnum stuðning.

    Kveðja Skattborgari.

    Skattborgari, 5.1.2009 kl. 01:18

    ——————————————————————–

    Bið ykkur að lesa þetta

    Diesel, 5.1.2009 kl. 01:26

    ——————————————————————–

    Hverjum er svo sem ekki sama um einhverja skítuga araba?

    Alla vega mér.

    Herkúles (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 01:40

    ——————————————————————–

    Harði gaurinn bara mættur.

    Já, hverjum er ekki sama um þá? Svar: Til dæmis þeim sem eru ekki með hjarta úr steini.

    Vésteinn Valgarðsson, 5.1.2009 kl. 01:43

    ——————————————————————–

    Sæl Eva.

    Já hvernig væri það, að viðurkenna Hamas og svo restina af arabíska hryðjuverka batteríinu, Talíbanar eiga líka undir högg að sækja og Al kaida t.d.

    Eigum við ekki bara að bjóða allan þennan óþjóðalíð hingað? Hann er varla verri en stjórnvöld? Eða banka og útrásarklíkan.  Og  svo getum við innleitt hér búrkur fyrir konur líka. Og viskustykki og viftureimar fyrir karlana. Svo allir geti hulið andlit sín.

    Nei comon. Það er ekki hægt að vorkenna ofbeldisseggjum, hvorki Palestínumönnum sem kusu Hamas yfir sig. Né Ísraelum sem eru engu skárri. Alt ofbeldi á að fordæma.

    Og þar með talið það ofbeldi sem “Activistar“ notuðu til að brjótast inn og vaða yfir með ofbeldi starfsmenn Hótel Borgar og Stöðvar 2. á gamlársdag.  Í skjóli þess að Lögreglan var ekki þar.

    Þeir nefnilega “Þrýstu“ sér ekki inn. Þeir brutust inn og beittu aðra þegna sem hata stjórnvöld alveg jafnmikið og þið “ofbeldi“

    Brutust inn á Hótel sem var fullt af gestum. M/a fjölskyldufólk með börn, klæddir eins og arabískir skæruliðar með druslur fyrir andlitinu. Kastandi því sem lauslegt var, vopnaðir hnífum sumir og blysum og reyksprengjum.  Vítavert gáleysi myndi ég telja. Minnugur þess sem skeði t.d. í Taj Mahal hótelinu í Mumbai fyrir skemmstu þegar Pakistanskir terroristar brutust þar inn. Sem betur fer í hamaganginum kviknaði ekki í hótelinu. En það var ekki þeim að þakka.

    Nei Eva. Ég fordæmi alt ofbeldi. Þó ég hafi fulla samúð með öllum mótmælendum, ég vil sorann og spillinguna burt rétt eins og megnið af þjóðinni. En það þjónar engum að hér leysist alt upp í götuóeirðir eða stríðsástand eins og er svo víða í heiminum í dag. Og vil ég hér með einnig harma þau eignaspjöll sem unnin hafa verið hjá þér. Þau eru að sama skapi tilgangslaus.

    En einnig það að bein mótmæli geta alveg átt rétt á sér eins og við aðstæður okkar nú. En ég myndi vilja beina því til ykkar að reyna að ýtrustu getu að velja  staði og stundir betur. Þar sem saklausir borgarar eru víðsfjarri. Og eingöngu þau spilltu öfl sem hér ríkja skaðist.

    Mbk. Arnór.

    Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 02:10

    ——————————————————————–

    Geisp.

    Eva Hauksdóttir, 5.1.2009 kl. 02:12

    ——————————————————————–

    Þrátt fyrir að ég vissulega styðji það að Ísraelar eigi sinn tilverurétt eins og aðrar þjóðir að þá fordæmi ég þessar árásir sem Palestínumenn verða fyrir.

    Þessar árásir tengjast víst ekkert því að Hamas hafi ákveðið að skjóta rakettum yfir til Ísraels um daginn… þetta er búið að vera í undirbúningi í 18 mánuði.

    Fjöldamorð og ekkert annað.

    AceR, 5.1.2009 kl. 09:35

Lokað er á athugasemdir.