Ruslatunnur í sparifötum

Frábær hugmynd og það sem mér finnst best; ég hef ekki grænan grun um hverjir gerðu þetta. Ég verð alltaf svo glöð þegar ég frétti af því að fólk sem ég veit hvorki haus né sporð á standi fyrir frumlegum aðgerðum. Það segir mér að okkur sem ætlum að halda uppi andspyrnu er að fjölga og ekki vegna þess að einhverjir ‘fylgjendur’ líti til mín eða einhvers annars í leit að leiðtoga, heldur einmitt af því að fólk sem hefur frumkvæði, hugarflug og hurgrekki, og vantar engan fokkans leiðtoga er að gera hlutina sjálft á sínum eigin forsendum.

mbl.is Ruslatunnur í sparifötum

One thought on “Ruslatunnur í sparifötum

  1. ——————————————-

    LoksinsinS! loksins LOOOOOOKSINS… þá er ég sammála þér um hvernig mómæli ættu að vera !  Brynjar Jóhannsson, 4.1.2009 kl. 12:47

    ——————————————-

    sæl EVA svona líkar mer þetta eru listamenn fólksins meyra af svona Ólafur Th Skúlason, 4.1.2009 kl. 13:01

    ——————————————-

     Hittir beint i mark!!

    Heidi Strand, 4.1.2009 kl. 15:27

    ——————————————-

    Þvílík snilld sem þetta er.

    Þetta er alveg í anda breska götulistamannsins Banksy.
    Ég mæli með að þið kynnið ykkur hann, hann gerði meðal annars ótrúlega flott, táknræn listaverk á aðskilnaðarmúrinn í Palestínu.

    Beggi Dan (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 17:06

    ——————————————-

    Hæ.

    Eitthvað heyrt frá löggunni? Þessari kinnbeinsbrotnu.

    Var að spá…. Helduru að geti verið að Óli Klemens hafi hent einhverju sem átti að lenda í motmælanda og löggan hent sér fyrir???
    Bara að spá. Dreymdi nefnilega svo skondin draum í dag þegar ég lagði mig.
    Löggan í draumnum var fyrrverandi mágur minn  Þú veist…

    Hulla Dan, 4.1.2009 kl. 18:25

    ——————————————-

    Gleymdi.

    Hrikalega töff ruslatunnur.
    Sennilega sami/sömu listamaður/menn að verki sem skreyti hús Björgúlfs, það var líka vel gert.

    Hulla Dan, 4.1.2009 kl. 18:26

    ——————————————-

    Þetta eru mótmæli sem hitta í mark.

    Troðið ruslinu uppí kjaftinn á auðmönnum.

    Ásgeir Rúnar Helgason, 4.1.2009 kl. 22:28

    ——————————————-

    ég er búinn að rekast á þetta af og til í RVk og þetta er pínu sniðugt. En það sem ég er líka búinn að sjá, það er fólk að þríf þetta af. Hvað ætli Vinstri Græningjar segi við þessu?Dagur Björnsson, 5.1.2009 kl. 18:45

    ——————————————-

    Yfirvaldið reynir alltaf að afmá merki um skoðanir sem eru því ekki að skapi, ekkert nýtt við það.

    Ætli vinstri grænir hafi ekki bara misjafnar skoðanir á þessu eins og öðru. Eða er til einhver sérstök vinstri græn skoðun?

    Eva Hauksdóttir, 5.1.2009 kl. 19:27

Lokað er á athugasemdir.