Fokk jú Steingrímur

Ef félagslegur þroski, ábyrgð og skilningur felst í því að sætta sig við að ríkið styðji iðnað erlendra, umhverfisspillandi stórfyrirtækja en láti þær greinar sem gætu aukið sjálfbærni okkar reka á reiðanum, þá vantar Ísland fleiri vanþroskaða, andfélgassinnaða, skilningslausa og ábyrgðarlausa bændur.

Ég lýsi hér með eftir umhverfisstefnu VG.

mbl.is „Þetta var fínn fundur“

Og hvað með það?

Setjum sem svo að það sé alveg rétt að þeir sem skrifa nafnlaust á netinu þori ekki að standa við skoðanir sínar. Hvað þá með það? Verður staðreynd eitthvað ósannari eða sannfæring byggð á veikari grunni, ef það er hugleysingi sem heldur henni fram?

Setjum sem svo að það sé alveg rétt að þeir sem skrifa um hitamál eða halda fram róttækum skoðunum undir nafni séu fyrst og fremst athyglisjúkir. Og hvað með það? Er athyglissjúkir eitthvað óskynsamari eða ómarktækari en aðrir?

Þurfum að leiðrétta bullið í Sameinuðu þjóðunum

Sameinuðu Þjóðirnar gefa út tilmæli um að senda hælileitendur ekki til Grikklands. Evrópusambandið leggst líka gegn því sem og ýmis mannréttindasamtök. Þetta er þó greinilega hið mesta bull, enda komast þeir sem hafa hagsmuni af því að losa sig við flóttamenn að þeirri niðurstöðu að ekkert mæli gegn því að senda þá til Grikklands.

Af hverju eru SÞ að ljúga svona? Hvað gengur þessu fólki til?

mbl.is „Engin ástæða til að senda ekki fullorðna til Grikklands“

Já ráðherra

Þetta er sögulegur dagur í mannréttindamálum á Íslandi. Dómsmálaráðherra kom út í glugga. Hún talaði við fólkið. Hún hlustaði. Hún bauð okkur til fundar, ekki eftir 2 mánuði, heldur í fyrramálið. Engin lögga, engin átök, ekkert vesen. Það nefnilega virkar ágætlega á mótmælendur að sýna bara smá virðingu.

Nú vona  ég bara af öllu hjarta að þetta sé merki um viðhorfsbreytingu hjá stjórnvöldum og að tími Björns Bjarnasonar sé raunverulega liðinn.

mbl.is Mótmæltu meðferð á hælisleitendum

Dauðadómur frá Íslandi

Í þessari viku átti að senda 5 hælisleitendur aftur til Grikklands með aðeins tveggja tíma fyrirvara. Rauði Krossinn og Sameinuðu þjóðirnar hafa átalið Grikkland fyrir að brjóta á mannréttindum í búðum hælisleitanda. Ef við leyfum þessu að viðgangast er nær öruggt að þeir verða sendir aftur til heimalanda sinna og beint í opinn dauðann.

* Í lok ársins 2007 þurftu 67 milljónir manna að yfirgefa heimili sín vegna stríðs og náttúruhamfara. Fæstir njóta nokkurrar verndar né hafa fastan stað til að búa á.

* Ísland tekur á móti fæstum hælisleitendum, hlutfallslega, af öllum löndum heims. Frá 1990 til 2007 sóttu 603 einstaklingar um hæli á Íslandi. Einungis einn hlaut hæli. Á sama tíma eru það fátækustu lönd heims sem taka við flestum hælisleitendum.

* Ísland nauðgar Dyflinnarsamkomulaginu með því að senda hælisleitendur aftur til þess Schengenlands sem þeir komu fyrst til. Þaðan verða þeir sendir aftur til sins heimalands.

Að senda fólk til lands þar sem geisar stríð er morð!

Að senda fólk til lands þar sem það er ofsótt fyrir skoðanir sínar er morð!

Berjumst fyrir lífi. Mætum á mótmælin á Lækjartorgi Sunnudaginn 29. mars,
kl. 15:00.