Dauðadómur frá Íslandi

Í þessari viku átti að senda 5 hælisleitendur aftur til Grikklands með aðeins tveggja tíma fyrirvara. Rauði Krossinn og Sameinuðu þjóðirnar hafa átalið Grikkland fyrir að brjóta á mannréttindum í búðum hælisleitanda. Ef við leyfum þessu að viðgangast er nær öruggt að þeir verða sendir aftur til heimalanda sinna og beint í opinn dauðann.

* Í lok ársins 2007 þurftu 67 milljónir manna að yfirgefa heimili sín vegna stríðs og náttúruhamfara. Fæstir njóta nokkurrar verndar né hafa fastan stað til að búa á.

* Ísland tekur á móti fæstum hælisleitendum, hlutfallslega, af öllum löndum heims. Frá 1990 til 2007 sóttu 603 einstaklingar um hæli á Íslandi. Einungis einn hlaut hæli. Á sama tíma eru það fátækustu lönd heims sem taka við flestum hælisleitendum.

* Ísland nauðgar Dyflinnarsamkomulaginu með því að senda hælisleitendur aftur til þess Schengenlands sem þeir komu fyrst til. Þaðan verða þeir sendir aftur til sins heimalands.

Að senda fólk til lands þar sem geisar stríð er morð!

Að senda fólk til lands þar sem það er ofsótt fyrir skoðanir sínar er morð!

Berjumst fyrir lífi. Mætum á mótmælin á Lækjartorgi Sunnudaginn 29. mars,
kl. 15:00.

One thought on “Dauðadómur frá Íslandi

  1. ——————————————-

    hvenær fæ ég deit með þér?

    Posted by: Hafþór Skúlason | 7.04.2009 | 21:35:02

    ——————————————-

    Sæl Eva.
    Hvar ertu núna? Í Noregi eða hér á hraðsuðuhellunni? Segðu mér líka hvort Haukur sá, sem nefndur er í sambandi við „hústöku“ í Rvk. er sá hinn sami og dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu og „olli“ átökum við Lögreglustöðina við Hlemm? Er þessi „aktívi“-drengur sonur þinn?
    kjh

    Posted by: kjh | 11.04.2009 | 19:55:42

    ——————————————-

    Já, Haukur er sonur minn og ég er mjög stolt af honum og öðrum sem stóðu að þessari hústöku.

    Ég er búin að vera í Danmökru en kom heim í gær. Þarf að ganga frá nokkrum pappírum og fleiri verkefnum en fer væntanlega út aftur fyrir mánaðamót.

    Posted by: Eva | 12.04.2009 | 7:36:15

    ——————————————-

    Tjásur af moggabloggi

    Þetta fékk ég sent og vill verkja athyli á: page { size: 21cm 29.7cm; margin: 2cm } P { margin-bottom: 0.21cm } –>

    Kæri hernaðarandstæðingur
    Minnt er á útifundinn sem haldinn verður á Austurvelli mánudaginn 30. mars kl. 17. Þá verða sextíu ár liðin frá því að innganga Íslands í Atlantshafsbandalagið var samþykkt. Haldin verða stutt ávörp – og botninn því næst sleginn úr Nató með táknrænum hætti. Friðarsinnar eru hvattir til að fjölmenna.

    Þá mun óformlegur hópur áhugafólks um mannréttindamál efna til samkomu til að vekja athygli á máli fimm flóttamanna sem víkja átti úr landi í gærmorgun. Í tilkynningu aðstandenda segir:

    BROTTVÍSUN ER MORÐ!
    Mótmæli, sunnudaginn 29. mars, klukkan 15. Krafa um að íslensk yfirvöld hætti að senda fólk út í opinn dauðan!
    Í þessari viku átti að senda 5 hælisleitendur aftur til Grikklands með eingöngu tveggja tíma fyrirvara. Rauði Krossinn og Sameinuðu þjóðirnar hafa ásakað Grikkland fyrir að brjóta á mannréttindum í búðum hælisleitanda. Ef við leyfum þessu að viðgangast er nær öruggt að þeir verða sendir aftur til heimalanda sinna og beint í opinn dauðann.

    Rúnar Sveinbjörnsson, 29.3.2009 kl. 13:00

    ——————————————-

    Þetta er ótrúlegt að heyra, með þennan hælisleitanda.

    Hvernig í fjár$## stendur á því að Rauði krossinn biður manninn um að afhenda sér gögn .. og gerir síðan ekkert í málinu.

    Ótrúleg vinnubrögð.

    AceR, 30.3.2009 kl. 16:15

    ——————————————-

    af hverju eru einhverjir afganskir menn að elta þennan mann til grikklands eftir 2 ár

    afganistan er nú fremur fátækt land og það að kaupa flugmiða þar er ekkert það sama og að gera það hér

    sorry en ég bara verð að segja það að þessi saga hljómar ekki mjög trúverðuglega fyrir mér

    Siggi (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:48

    ——————————————-

    Handleggsbrot og 4 hnífsstungur duga alveg til að sannfæra mig um að manninum sé ekki óhætt. Það hlýtur að þurfa meira en litla örvæntingu til að veita sér slíka áverka sjálfur. Hvert tilefnið er veit ég ekki, enda sé ég ekki að það skipti máli.Eva Hauksdóttir, 31.3.2009 kl. 18:34

    ——————————————-

    Fólk verður fyrir líkamsárásum í öllum löndum, ég var ekkert að efast um meiðsl hanns

    Ég var að efast um að menn hefðu komið að leita hanns frá afganistan 2 árum seinna og fundið hann í grikklandi

    það var það sem mér þótti ótrúlegt, og kannski ekki furða´

    Ég get bara ekki trúað að maðurinn verði drepinn við það að vera sendur til grikklands…. come on,  fólk fer þangað í sumarfrí

    og líka það að þessi maður heldur því fram að hann sé hvergi óhultur í evrópu er náttúrulega bara priceless…..en ef svo er þá hljóta náttúrulega einhver svakaleg öfl að vera að elta hann, en samt segir hann ekkert frá því

    eru glæpasamtök að elta hann eða kannski talibanarnir

    Mér finnst þetta bréf hanns bara vekja upp fleiri spurningar

    Ég hef ekkert á móti flóttamönnum og ég styð það að veita þeim hjálp

    en það er ekki þar með sagt að ég trúi öllu sem mér er sagt

    Siggi (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 20:35

    ——————————————-

    Það er enginn að biðja þig að trúa öllu sem er sagt. Það eina sem við þurfum í raun að vita til að taka þá ákvörðun að senda flóttamenn ekki til Grikklands er að þar eru mannréttindi þeirra þverbrotin.

    Hvað Hassan varðar þá sé ég ekki að það sé á hans ábyrgð að skýra það hvernig þessir menn fundu hann. Hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás, það er einfaldlega staðreynd. Hann var þá þegar búinn að ganga í gegnum það að yfirgefa fjölskyldu sína 17 ára gamall og standa einn uppi í ókunnugum heimshluta, mállaus, hræddur, réttindalaus og peningalaus. Fólk sem býr við ofsóknir verður paranojd og beinbrot og hnífsstungur hefðu allavega þau áhrif á mig að ég teldi mér ekki óhætt á þeim stað aftur. Maður sendir einfaldlega ekki fólk sem hefur gengið í gegnum misþyrmingar nauðugt á sama stað og það varð fyrir ofbeldinu.

    Þegar manneskja hefur orðið fyrir hrottalegri árás og telur að sér sé hvergi í veröldinni óhætt eru réttu viðbrögðin þau að veita henni áfallahjálp en ekki að senda hana aftur í klærnar á kvölurunum sínum. Jafnvel fasistapakkið hjá Útlendingastofnun veit það.

    Eva Hauksdóttir, 1.4.2009 kl. 21:00

Lokað er á athugasemdir.